Pekka-Eric kvaddi fjölskyldu og skýrði sína hlið

Pekka-Eric Auvinen Það er gott að vita að Pekka-Eric Auvinen, fjöldamorðinginn í Jokela-framhaldsskólanum, skildi eftir sig bréf. Þar virðist hann kveðja fjölskylduna og skýra sína hlið mála, segja frá því sem hvatti hann til að verða valdur að þessum harmleik. Það virðist ljóst nú að þetta fjöldamorð varð vegna haturs hans á samfélaginu, varð að ákalli hans um að rísa upp og gefa frá sér einhverskonar yfirlýsingu.

Þetta er í grunninn nákvæmlega það sama og var í Columbine, Virginia Tech og fleiri skólum þar sem sömu hörmungar hafa gengið yfir. Að flestu leyti voru þetta skotárásir þar sem vegið var að samfélaginu, óður byssumaður að tala gegn samfélaginu og gildum þess. Heilt yfir er þetta samt svo sorglegt. Það er ólýsanlega sorglegt að norrænn framhaldsskólanemi sé tilbúinn til að fórna lífinu og drepa aðra vegna slíks boðskapar.

Það hefur svo margt heyrst um mál af þessum toga síðustu árin. Flestir líta til Bandaríkjanna í þeim efnum. Ekki má þó gleyma því að fyrir ellefu árum áttu sér stað fjöldamorð í íþróttasalnum í barnaskólanum í Dunblane í Skotlandi. Það var voðaverk sem enn hvílir sem mara yfir samfélaginu þar. Thomas Hamilton, 43 ára skoskur maður, myrti þá 16 skólabörn og kennara þeirra - hann var ekki tengdur skólanum en trylltist að flestra mati eftir að hann var rekinn sem skátahöfðingi á svæðinu.

Margir hafa horft til byssueignar. Michael Moore gerði heila heimildarmynd þar sem hann tók fyrir þau mál, Bowling for Columbine, sem var inspíruð af Columbine-fjöldamorðunum sem Harris og Klebold stóðu að. Ég hef hér áður fjallað um það mál og hvaða áhrif þeir tvímenningar hafa haft, ekki bara í Jokela heldur líka í Virginia Tech, skelfilegasta fjöldamorði í sögu Bandaríkjanna, fyrr á þessu ári. Það er þáttur sem velta verður fyrir sér en farið er að deila um af hverju Auvinen fékk leyfi fyrir byssu.

Það blasir við að Pekka-Eric Auvinen var orðinn truflaður og ofbeldisfullur. Myndbrotin á YouTube sanna það. Sama má segja um umfang árásarinnar. Hann skaut skólastýruna ótalmörgum sinnum og fór með um 70 skot á þá átta sem dóu. 20 skot voru í einu fórnarlambinu, skólastýrunni, eftir því sem fréttir herma. Það var þó skólastýrunni að þakka að fjöldamorðið varð ekki skelfilegra, hún náði í gegnum hátalarakerfi að aðvara nemendur sem tókst að flýja.

Þessi harmleikur verður sífellt sterkari myndræn áminning um að klikkaður árásarmaður leynist ekki bara í bandarískum skólum. Hættan er til staðar allsstaðar að því er virðist. En það er gott að fjöldamorðinginn skildi eftir sig kveðju og fór yfir sína hlið þessa voðaverks. Vonandi verður þá ekki erfitt að raða púslum þess saman.


mbl.is Finnland: Morðinginn skildi eftir sjálfsvígsbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það sem er til í Ameríku er yfirleitt til annarsstaðar í heiminum líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 18:27

2 identicon

Þessi atburður var skelfilegur, en við skulum ekki fara að tengja byssueign við hann. Ef einhver ætlar sér að myrða fólk, þá finnur hann leið til þess.

Ég spyr nú bara um áhrifin á fjölskyldu hans. Þau missa ekki bara fjölskyldumeðlim, heldur verða sennilega dæmd úti á götu. Þeim var lýst sem "venjulegri" fjölskyldu. Og vekur það óneitanlega upp þá staðreynd, að maður veit aldrei hvar svona einstaklingar leynast/myndast.

Ég vona bara að við munum ekki lenda í svona verknaði hérna á Íslandi.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Marta smarta

Ef það er eins auðvelt að fá keypta byssu,( riffil eins og  gerðist í Reykjavík í sumar) þá þarf að skoða málin betur.Ég ætti sennilega son á lífi enn í dag ef ekki hefði verið seldur riffill til ungs manns sem ekki hafði neitt byssuelyfi og hafði aldrei haft.

Marta smarta, 8.11.2007 kl. 20:01

4 identicon

Vá þvílík sorg. Þú ert velkominn í heimsókn annað kvöld. jb

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:58

5 identicon

Já þetta er hörmulegt mál þarna í Finnlandi. Þetta hlýtur seint að kallast venjulegur glæpur og vart nokkur leið fyrir yfirvöld að berjast gegn svona hlutum. Líklegast er eina leiðin sú að tryggja það að menn finni allir samkennd með skólafélögum sínum og hafi tilfinningu fyrr því að vera í sama liði.

Í það minnsta hafa vopnalöggjafir lítil áhrif í rétta átt hvað þetta varðar, jafnvel þveröfug áhrif þar sem glæpamenn geta gengið að því sem vísu að allir löghlýðnir einstaklingar séu berskjaldaðir og varnarlausir. En ólöglega vopnasölu er erfitt að berjast við, enda er sagt að þeim sé smyglað hingað í tonnavís ásamt fíkniefnum og öðru.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 07:58

6 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sem fyrirverandi námsmaður í Virginia Tech þá sló það mig að þetta gerðist í háskólabænum Blacksburg, sem er rólegur og skemmtilegur háskólabær.  Er á leið til Helsinki í næstu viku og aftur slær þetta mig illa í því friðsæla landi.  Þetta getur því gerst hvar sem er - því miður.

kv Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.11.2007 kl. 13:28

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kærlega fyrir kommentin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband