Mun skandall Keriks skaða Rudy Giuliani?

Bernard Kerik Það er ekki hægt að segja annað en að spillingarverk Bernard Kerik, fyrrum lögreglustjóra í New York, í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001, skaði Rudy Giuliani, forsetaframbjóðanda og fyrrum borgarstjóra í New York. Spilling Keriks varð á vakt Giulianis í New York, sem hélt hlífðarskildi yfir honum. Kerik hefur nú gefið sig fram við yfirvöld og verður væntanlega formlega ákærður um spillingu. Giuliani hefur um langt skeið verið fremstur í kapphlaupinu um útnefningu repúblikana við forsetakosningarnar eftir ár.

Bernard Kerik hefur verið mjög umdeildur árum saman. Hann varð heimsfrægur í kjölfar hryðjuverkanna í New York fyrir sex árum og ennfremur er George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, útnefndi hann sem ráðherra heimavarnarmála í stað Tom Ridge í desember 2004. Nokkrum dögum síðar varð hann að hætta við að þiggja útnefninguna þar sem fjölmiðlar flettu ofan af því að Kerik hafði farið á svig við bæði skatta- og innflytjendalög vegna ráðningar barnfóstru. Þótti málið vera mikill álitshnekkir fyrir forsetann og nánustu samstarfsmenn hans, en greinilegt var að fortíð Keriks hafði ekki verið könnuð.

Kerik vann traust og virðingu margra með framgöngu sinni eftir hryðjuverkin. Hafði hann skömmu fyrir ráðherraútnefninguna starfað í Írak þar sem hann vann m.a. að því að endurskipuleggja lögreglusveitir. Kerik hefur gegnt herþjónustu, starfað í fíkniefnalögreglunni og er með svartabeltið í tae kwondo. Nú á síðustu misserum hefur komið í ljós víðtæk spilling Keriks í embættistíð sinni. Málið er vandræðalegt fyrir Giuliani nú þegar að lokaspretturinn fyrir forkosningar flokkanna hefjast. Giuliani hefur verið á fullu í fjölmiðlum að reyna að tala Kerik af sér, en það breytir ekki því að þetta er skaðlegt mál.

Margfrægt er að samskipti Bush forseta og Giuliani sködduðust verulega eftir að flettaðist ofan af skrautlegri fortíð Keriks, enda hafði Giuliani mælt sérstaklega með honum við forsetann. Bað hann forsetann formlega afsökunar á að hafa komið nafni hans í umræðuna og í samræðum við forsetann. Var fljótt brugðist við og héldu borgarstjórinn fyrrverandi og kona hans strax til Washington og fóru á góðgerðarjólatónleika í borginni með forsetahjónunum til að sýna fram á að samskipti þeirra væru enn traust og öflug.

Nú er Giuliani í vænlegri stöðu - útnefning Repúblikanaflokksins virðist honum í sjónmáli í forkosningunum eftir nokkra mánuði. En verður Bernard Kerik ljón á veginum fyrir manninn sem leiddi stórborg í Bandaríkjunum í gegnum örlagatíma?

mbl.is Lögreglustjóri sakaður um spillingu gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Giuliani á ekki mikið möguleiki að vera forseti, en verður örruglega kjörin sem frambjóðandi Republikannar. Málið er sú að flestir telur hann of frjálslyndur til að vera í þetta flokkur. Hann er líka ekki að gera nóg til að ná til sín stuðnings frá fólkið sem við köllum "Talibaptists" - strangtrúaðir kristnir sem er að reyna að stjórna landið. Allt sem hann hefur á bak við sig er 9-11. Og nú kemur spilling Keriks. Jæja, ég tel það næstum því sjálfsagt að Clinton verður næsta forseti Bandaríkjanna, þó sjálfur mydi ég frekar sjá Kucinich. En svona er bandarískt lyðræði.

Paul Nikolov, 9.11.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Paul.

Þetta verða mjög spennandi kosningar, mikil óvissa yfir og fjör framundan fyrir okkur sem fylgjumst með bandarískri pólitík. Sýnist öll teikn á lofti um nýja tíma, bæði meðal demókrata og repúblikana. Blasir við að neo-con stefnan hverfi með Bush hjá repúblikunum að mestu að óbreyttu. Annars er Giuliani ekki öruggur með neitt, skandalar fortíðar elta hann uppi. Tel þó að hann verði frambjóðandi repúblikana og hörð barátta verði milli hans og Hillary, sem er örugg um útnefningu síns flokks. Mikil spenna framundan.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband