31.8.2004 | 18:50
Engin fyrirsögn

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag, skýrslu nefndar sem hún skipaði til að fjalla um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Leggur nefndin til að hluthöfum fyrirtækja verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Sagði viðskiptaráðherra á blaðamannafundinum að það kæmi sífellt betur í ljós, að það væri þörf á skýrum reglum í viðskiptaumhverfinu. Þetta væri almennt viðhorf í hinum vestræna heimi og aukin upplýsingagjöf um þessi mál væri sjálfsögð. Sagðist hún vonast til að sýrslan fengi vandaða og málefnalega umfjöllun og mikilvægt væri að fá viðbrögð við henni. Nefndin kemur að mestu fram með tillögur sem lúta að þremur meginþáttum: reikningshaldi og vottun þess, stjórnháttum fyrirtækja og samkeppnismálum. Lagt er t.d. til að stjórnum félaga verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Þá segir í álitinu að meirihluti nefndarinnar telji að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Stjórn félagsins geti þó falið formanni að vinna einstök verkefni fyrir stjórnina. Segist nefndin ekki telja æskilegt að stjórnarformenn séu í reynd hluti af framkvæmdastjórn félags enda sé eitt af hlutverkum stjórnarformanns að stýra eftirliti stjórnar með félaginu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvaða breytingar verða lagðar til á stjórnsýsluþáttum gagnvart Samkeppnisstofnun. Er fróðlegt að fara yfir niðurstöður skýrslunnar. Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands, var formaður nefndarinnar en auk hans voru í nefndinni Guðrún Helga Brynleifsdóttir hdl. og rekstrarhagfræðingur, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Orri Hauksson framkvæmdastjóri, Páll Magnússon aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Stefán Svavarsson löggiltur endurskoðandi, og Þórdís J. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.


Dagurinn í dag
1919 Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur, deyr í Kaupmannahöfn, 39 ára að aldri
1980 Silfursjóður fannst við Miðhús á Fljótsdalshéraði - verið deilt um aldur silfursins allt frá því
1980 Verkalýðssamtökin Samstaða stofnuð í Póllandi - leiddi uppreisn gegn kommúnistastjórninni
1994 Írski lýðveldisherinn lýsir yfir fullu vopnahléi, eftir 25 ára baráttu með sprengjuárásum
1997 Díana prinsessa af Wales, deyr, í bílslysi í París í Frakklandi. Díana var 36 ára er hún lést
Snjallyrði dagsins
A disingenuous filmmaker who would have us believe that Saddam's Iraq was an oasis of peace.
John McCain öldungadeildarþingmaður (sagt um Michael Moore - úr ræðu á flokksþingi repúblikana)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning