Engin fyrirsögn

Jólatréđ á RáđhústorgiJólatréđ á Ráđhústorgi
Jólaundirbúningurinn hófst formlega hjá flestum Akureyringum síđdegis í dag. Ţá voru ljósin á jólatrénu á Ráđhústorgi tendruđ en tréđ er gjöf frá Randers, vinabć Akureyrar í Danmörku. Góđ stemmning var í miđbćnum í dag og mikiđ fjölmenni ţar samankomiđ. Lúđrasveit Akureyrar lék nokkur lög og kór eldri borgara söng nokkur hátíđleg jólalög, sem heilluđu viđstadda. Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri flutti stutt ávarp. Áđur en ljósin voru tendruđ flutti Kristján Ţór Júlíusson bćjarstjóri, rćđu. Ţar sagđi Kristján međal annars:

"Á ţessum tíma ársins fáum viđ nćđi til ađ hugsa vel um fjölskyldu okkar og vini. Okkur gefst kostur á ađ rćkta vináttu- og fjölskylduböndin sem skipta, ţegar öllu er á botninn hvolft, mestu máli og eru grundvöllurinn ađ góđu og fjölskylduvćnu samfélagi eins og viđ búum viđ hér á Akureyri. Á ađventunni er ys og ţys á fólki og allt kapp lagt á ađ undirbúa hátíđarnar sem best. Flest erum viđ međ friđ og kćrleika í hjarta viđ ţá iđju, en ţó eru alltaf til innan um menn eins og Skröggur í jólasögunni góđu eftir Charles Dickens - menn sem argaţrasast út af öllu umstanginu og vilja helst enga tilbreytingu í hiđ daglega líf. Hér sem annars stađar er hinn gullni međalvegur vandratađur. En ég held ađ jólaljósin í bćnum okkar hér á Akureyri, og ljósahafiđ á jólatrénu frá vinunum okkar í Randers, gćtu meira ađ segja brćtt hjörtu slíkra manna. Ţví hvernig vćri umhorfs hér í bć á ađventunni ţegar skammdegiđ er hvađ mest, ef ţessi hundruđ og ţessar ţúsundir jólaljósa sem loga vítt og breitt, vćru slökkt? Ţađ fer sannast sagna um mig hrollur viđ tilhugsunina og ţví gleđst ég eins og lítiđ barn á hverju ári ţegar kveikt er á jólatrénu hér á Ráđhústorgi."

Kór eldri borgara söng nokkur jólalög

Kór eldri borgara syngur jólalög. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, er fyrir miđri mynd í hvítri kápu. Hún er formađur kórsins og hefur sungiđ í honum allt frá ţví hann var stofnađur 1988.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband