Engin fyrirsögn

SkjaldarmerkiForsćtisráđherrabókin
Seinustu daga hef ég veriđ ađ lesa Forsćtisráđherrabókina, ćviágrip ráđherra og forsćtisráđherra Íslands í 100 ára sögu heimastjórnar á Íslandi, 1904-2004. Eru ţar margir mjög áhugaverđir kaflar og fróđlegir til lestrar, áhugaverđir öllum ţeim sem áhuga hafa á sagnfrćđilegu efni: sögu landsins og ţeirra sem gegnt hafa ţessu valdamikla embćtti. Hefst bókin á ítarlegum inngang eftir Ólaf Teit Guđnason ritstjóra bókarinnar. Davíđ Oddsson utanríkisráđherra, ritar mjög áhugaverđan kafla um Hannes Hafstein, er hann leiftrandi af skemmtilegum upplýsingum og góđri frásögn um ćvi ţessa merka manns, sem fyrstur Íslendinga settist á ráđherrastól 1. febrúar 1904. Persónulega séđ hafđi ég mest gaman af lestri ţessa kafla, en ţađ er flestum mjög vel kunnugt ađ Davíđ er leiftrandi og skemmtilegur penni. Kaflinn er ţví virkilega vel úr garđi gerđur. Kaflinn um Jón Magnússon eftir Sigurđ Líndal fyrrum prófessor, er vel skrifađur og margt sem ţar vekur athygli sagnfrćđispekinga. Björn Bjarnason dómsmálaráđherra, skrifar um ćvi Jóns Ţorlákssonar og kemur margt mjög athyglisvert fram í skrifum Björns. Hvet ég annars alla til ađ lesa ítarlega ćvisögu Jóns eftir Hannes Hólmstein, en Björn vitnar oft í hana í góđri grein sinni. Gunnar Helgi Kristinsson fer yfir ćvi Tryggva Ţórhallssonar, en hann var áhrifamikill stjórnmálamađur og átti ţátt í einum umdeildasta atburđi stjórnmálasögu aldarinnar, ţingrofinu 1931 sem hafđi mikil áhrif á atburđi áranna sem á eftir fylgdu í stjórnmálasögunni og lengra ef út í ţađ er fariđ.

Skrif Önnu Ólafsdóttur Björnsson um Ásgeir Ásgeirsson forseta, voru einnig mjög fróđleg. Mjög gagnlegt var ađ lesa ítarlegan kafla Tryggva Gíslasonar fyrrum skólameistara MA, um Hermann Jónasson, einn öflugasta stjórnmálamann aldarinnar, sem sat í embćtti framanaf stríđsárunum og var áberandi í embćttisverkum sínum. Jakob F. Ásgeirsson skrifađi mjög heilsteyptan og áhugaverđan kafla um Ólaf Thors, manninn sem leiddi Sjálfstćđisflokkinn í 27 ár og leiddi fleiri ríkisstjórnir í sögu landsins en nokkur annar, fimm talsins. Kaflinn er lifandi og heillandi, sem er vart óeđlilegt ţegar sögđ er saga jafnmerks manns og áhrifamikils á sögu landsins og samtíđ sína og hann var. Ingólfur Margeirsson skrifar góđan kafla um Stefán Jóhann Stefánsson sem leiddi ríkisstjórn 1947-1949, fyrstur Alţýđuflokksmanna. Helgi Skúli Kjartansson ritar um Emil Jónsson sem var forsćtisráđherra minnihlutastjórnar Alţýđuflokksins í tćpt ár, en mjög áhrifamikill í stjórnmálasögu viđreisnartímans og einn arkitekta hennar. Guđni Th. Jóhannesson skrifar um dr. Bjarna Benediktsson, ţann mann sem ég tel ađ hafi haft mest áhrif á stjórnmálasögu 20. aldarinnar, manninn sem mótađi utanríkisstefnu landsins og var einn af helstu arkitektunum ađ viđreisn og síđast en ekki síst stefnu Sjálfstćđisflokksins í utanríkis- og varnarmálum á fyrstu árum flokksins á mótunarárum lýđveldisins. Bjarni var kraftmikill stjórnmálamađur og einkennist kaflinn vel af stöđu hans ţegar öldin er gerđ upp. Hann er vel skrifađur og áhugaverđur eins og sá sem um er ritađ. Birgir Ísleifur Gunnarsson skrifar um stjórnmálaferil og ćvi Jóhanns Hafstein sem var áberandi í stjórnmálastörfum en ţurfti ađ taka viđ forsćtisráđherraembćtti viđ erfiđar ađstćđur: í skugga fráfalls Bjarna, sem lést langt um aldur fram. Jóhann sannađi á stuttum forsćtisráđherraferli hversu heilsteyptur hann var og öflugur í sínum stjórnmálastörfum.

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um Ólaf Jóhannesson sem var forsćtisráđherra tvívegis á áttunda áratugnum og áberandi í stjórnmálalífi landsins um langt skeiđ og ennfremur sem helsti lagasérfrćđingur landsins og prófessor í ţeim frćđum. Fróđlegt er ađ lesa umfjöllun Hannesar um stormasama forsćtisráđherratíđ Ólafs í vinstristjórn 1978-1979, en ţađ er jafnan mjög athyglisvert, fyrir okkur sem höfum lesiđ stjórnmálasöguna og ţekkjum í okkar samtíđ ekki nema stjórnmálalegan stöđugleika í seinni tíđ, ađ lesa um lćtin sem áttu sér stađ innan ţeirrar stjórnar Ólafs. Jónína Michaelsdóttir skrifar um Geir Hallgrímsson. Jafnan hefur mér ţótt mikiđ til Geirs koma og lesiđ mér mikiđ til um feril hans og stjórnmálaverk. Ferill hans var lengst af sigursćll, hann var borgarstjóri samfellt í 13 ár og varđ forsćtisráđherra 1974, eftir glćstasta kosningasigur Sjálfstćđisflokksins. Eftir tvćr kosningar 1978 gjörbreyttist stađa Geirs og var ferill hans á nćstu fimm árum ein sorgarsaga. Flokkurinn klofnađi vegna stjórnarmyndunar 1980 og óróleiki varđ innan hans vegna ţess. En Geir sannađi styrk sinn međ ţví ađ landa málinu međ ţví ađ sameina brotin viđ lok formannsferils síns 1983. Hinsvegar var mjög leitt ađ ţingmenn Sjálfstćđisflokksins skyldu ekki bera gćfu til ţess ađ kjósa Geir sem forsćtisráđherra ađ loknum kosningunum, en taka ţess í stađ ţann kost ađ hljóta fleiri ráđherrastóla til ađ sinna eigin metnađi. En ţađ er ţađ merkilegasta viđ arfleifđ Geirs ađ hann skilađi flokknum heilum og vann verk sín af hógvćrđ og heiđarleika og var heill í verkum sínum. Hann var heilsteyptur stjórnmálamađur sem hugsađi um hagsmuni heildarinnar umfram eigin hagsmuni og stöđu stjórnmálalega séđ. Ţeim sem vilja kynna sér ćvi Geirs betur, bendi ég á rit Andvara 1994, en ţá ritađi Davíđ Oddsson, ítarlega grein um Geir og ćvi hans.

Guđmundur Árni Stefánsson ritar athyglisverđa grein um Benedikt Gröndal, sem setiđ hefur styst allra forsćtisráđherra í embćttinu, en var engu ađ síđur mjög áberandi í stjórnmálastörfum sínum. Dregur Guđmundur Árni margt fróđlegt fram í umfjöllun sinni. Jón Ormur Halldórsson prófessor, skrifar mjög fróđlega og athyglisverđa grein um dr. Gunnar Thoroddsen sem varđ forsćtisráđherra í lok stjórnmálaferils síns áriđ 1980, ţá sjötugur ađ aldri. Hann varđ ţingmađur yngstur allra áriđ 1934, var borgarstjóri 1947-1959 og sat í nokkur ár sem fjármálaráđherra. Hann hćtti afskiptum af stjórnmálum 1965 og varđ sendiherra í Danmörku og gaf kost á sér til embćttis forseta Íslands áriđ 1968, en tapađi fyrir dr. Kristjáni Eldjárn og varđ hćstaréttardómari 1970. Hann stoppađi ţar stutt, ákvađ ađ taka á ný ţátt í stjórnmálum sama ár eftir lát dr. Bjarna og fór á ný í innsta hring stjórnmála. Gunnar varđ varaformađur flokksins eins og hann hafđi veriđ áđur og varđ forsćtisráđherra 1980 eftir umdeildustu stjórnarmyndun lýđveldissögunnar sem klauf Sjálfstćđisflokkinn. Hann sat í embćtti ţar til örfáum mánuđum fyrir lát sitt 1983. Einstakur mađur, einstakur ferill, einstök umfjöllun um ţennan merka mann í stjórnmálasögunni, rituđ af ţeim manni sem Gunnar valdi sem ađstođarmann sinn í forsćtisráđuneytinu. Sigurđur Eyţórsson ritar um Steingrím Hermannsson og kemur ţar margt mjög athyglisvert fram. Steinar J. Lúđvíksson skrifar um Ţorstein Pálsson og kemur međ fróđlega lýsingu á forsćtisráđherratíđ Ţorsteins sem var stormasöm. Í bókarlok ritar Styrmir Gunnarsson svo fróđlega grein um Davíđ Oddsson sem sat í embćtti lengur en nokkur annar, rúm 13 ár og hafđi mikil áhrif á stjórnmálasögu landsins.

Hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum almennt og segja má ţví međ sanni ađ ţessi bók hafi heillađ mig og fangađ athygli mína mjög, enda paradís í orđsins fyllstu merkingu fyrir stjórnmálaáhugafólk. Ég hvet alla til ađ lesa bókina, ef ţeir hafi ekki gert ţađ nú ţegar. Um er ađ rćđa mjög merka bók, fróđlega samantekt á ćvi ţeirra sem setiđ hafa í forystu íslenskra stjórnmála viđ borđsendann á ríkisstjórnarborđinu, stađiđ í stafni stjórnarskútunnar og stjórnađ för. Starf forsćtisráđherra er stórt og mikiđ og reynir fljótt á stjórnmálamenn ţegar ţeir taka viđ embćttinu, hvort ţeir standi undir byrđinni og ţeirri stjórnmálaforystu sem nauđsynleg er ţeim sem tekur viđ ţví. Embćttiđ er krefjandi og mikiđ fyrir hvern ţann sem er áberandi í stjórnmálastörfum en jafnframt rétti vettvangurinn fyrir sannan leiđtoga til ađ reyna á hćfileika sína til forystu. Tel ég eftir lestur bókarinnar og ađ hafa lesiđ samantektina ađ flestir forsćtisráđherrarnir hafi sinnt starfi sínu međ miklum ágćtum, sumir standa meira upp úr sögulega séđ en ađrir, en ţađ er eins og gengur vissulega. Margir kraftmiklir stjórnmálamenn ná aldrei svo langt ađ komast í ţetta mikla embćtti, en hafa engu ađ síđur sannađ kraft sinn sem stjórnmálamanns međ verkum sínum á öđrum vettvangi. Um marga ţeirra stjórnmálamanna sem hér er fjallađ um, hafa veriđ ritađar ćvisögur í ítarlegra formi eđa skrifađ um ţá í Andvara. Ţađ er nauđsynlegt öllum sönnum stjórnmálaáhugamönnum ađ setjast niđur, međ ţessa bók eđa ađra og kynna sér ćvi ţessara stjórnmálaleiđtoga og jafnframt kynnast sögunni í návígi. Ţađ er öllum hollt.

ÓliverÓliver
Einn vinsćlasti söngleikur sögunnar, Óliver, eftir Lionel Bart, byggđur á samnefndri skáldsögu Charles Dickens, var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í gćrkvöldi. Var ég viđstaddur frumsýninguna og hafđi mjög gaman af. Söguna um Oliver Twist ţekkja auđvitađ allir, enda verk Dickens löngu orđiđ sígilt. Hún er allt í senn spennandi, falleg og átakanleg. Söngleikurinn hefur veriđ međ vinsćlustu söngleikjum heims frá ţví um 1960 ţegar hann var frumsýndur og kvikmyndaútgáfan er löngu orđin sígild. Dickens samdi söguna um munađarleysingjann Óliver um miđja 19. öldina og naut sagan ţegar mikilla vinsćlda. Ţar birtast átök hins góđa og illa og vakti Dickens sérstaklega athygli á kjörum ţeirra sem minna mega sín. Persónurnar eru fjölbreyttar og litríkar og bófaforinginn Fagin er löngu kominn í hóp sígildra bókmenntapersóna. Í tilefni uppsetningar LA á Óliver endurútgaf JPV útgáfa sögu Dickens nú í haust.

Um er ađ rćđa eina stćrstu uppsetningu í sögu Leikfélagsins. Um 60 manns koma ađ sýningunni, t.d. fjöldi leikara og 15 manna hljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norđurlands. Ţegar mest lćtur eru 47 manns á sviđinu. Gísli Rúnar Jónsson leikari og leikstjóri, á heiđurinn af nýrri ţýđingu söngleiksins en leikstjóri er Magnús Geir Ţórđarson leikhússtjóri. Guđmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri og Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga. Í helstu hlutverkum eru Ólafur Egill Egilsson, Ţórunn Erna Clausen, Jón Páll Eyjólfsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Ólafur Rúnarsson, Esther Talía Casey, Skúli Gautason, Ţorsteinn Bachmann og Saga Jónsdóttir. Óliver er leikinn af Gunnari Erni Steffensen, 10 ára dreng úr Eyjafirđi. Alls taka 18 börn ţátt í uppsetningunni og sex manna kór. Ţetta er ţví mikil og öflug sýning. Ólafur Egill er ađ öllum ólöstuđum senuţjófur sýningarinnar og fer á kostum í hlutverki Fagin og glćđir persónuna miklu lífi. Gunnar Örn er frábćr í hlutverki Ólivers og á stórleik. Óhćtt er ađ hvetja alla Eyfirđinga og nćrsveitamenn til ađ líta á sýninguna, enda viđ allra hćfi og einstaklega vel úr garđi gerđ. Ţetta var góđ kvöldstund í gamla góđa leikhúsinu.

Dagurinn í dag
1984 Rajiv Gandhi og Kongress-flokkurinn vinnur mikinn sigur í indversku ţingkosningunum, sem haldnar voru nokkrum vikum eftir ađ móđir hans, Indira Gandhi sem veriđ hafđi forsćtisráđherra nćr samfellt í 20 ár, var myrt. Rajiv sat í embćtti til ársins 1989, en féll fyrir morđingjahendi í maí 1991
1986 Harold Macmillan fyrrum forsćtisráđherra Bretlands, lést, 92 ára ađ aldri - hann sat í embćtti sem forsćtisráđherra og leiđtogi breska Íhaldsflokksins 1957-1963 og hlaut viđurnefniđ Super Mac og Mac the Knife í breskum stjórnmálum. Hann hćtti afskiptum af stjórnmálum vegna heilsubrests 1963
1989 Vaclav Havel kjörinn forseti Tékkóslóvakíu - hann sat í embćtti ţar til landinu var skipt í tvennt áriđ 1993. Varđ ţá forseti Tékklands og sat í embćtti í tvö 5 ára kjörtímabil og lét af embćtti 2003
1992 Fernando Collor de Mellor forseti Brasilíu, segir af sér embćtti vegna hneykslismála - Mellor var fyrsti lýđrćđislega kjörni forseti landsins í 29 ár og sigrađi naumlega í forsetakosningum áriđ 1990
1995 Ríkisstjórnin samţykkti ađ banna umsćkjendum um opinberar stöđur ađ njóta nafnleyndar

Snjallyrđi dagsins
Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.
Líf og tími líđur og liđiđ er nú ár.
Bregđum blysum á loft bleik ţau lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín viđ hrönn og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefjum hátt, horfiđ kveđjum ár.
Dátt hér dansinn stígum dunar ísinn grár.
Bregđum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín viđ hrönn og hratt flýr stund.

Komi hver sem koma vill! Komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli, dunar ísinn blár.
Bregđum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín viđ hrönn og hratt flýr stund.
Jón Ólafsson (Álfadans)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband