Ógeðslegt kynþáttahatur og árásir á forsetahjónin

Ólafur Ragnar og Dorrit Það er orðið langt síðan að maður hefur fyllst öðrum eins viðbjóð og hægt er að upplifa er vefsíðan skapari.com er lesin. Þar er ekki aðeins boðað kynþáttahatur heldur ráðist harkalega að forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff og þau nefnd Óvinir Íslands ásamt fleirum.

Oft hefur verið skrifað gegn vissum einstaklingum í samfélaginu en aldrei af sömu óvirðingu og lágkúru og þarna er gert. Er erfitt að finna almennilega út hvað mörg lög eru brotin með þessari vefsíðu og boðskap hennar. Þetta er grófasta dæmið um kynþáttahatur hérna heima sem sést hefur lengi.

Það er vonandi að þeir sem standa að þessum ófögnuði verði að svara fyrir hann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst svo erfitt að sjá tilganginn með svona síðu....

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já þessi lesning er svo sannarlega ógeðsleg.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.11.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svona síða er ekki umtalsins verð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.11.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég hef nú ekki skoðað þessa síðu en árásir í garð forsetahjónanna - Sameiningar tákns okkar Íslendinga er ógeðfelld. Menn geta deilt um hvort að Ólafur sér rétti maðurinn í starfið en að ráðast á þann sem í þessu embætti er virkilega ógeðslegt.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 13.11.2007 kl. 14:18

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin. Þetta er sannarlega ógeðsleg síða, en það á ekki að þaga yfir svona ófögnuði. Dettur það ekki í hug. Blöskraði svo mjög við að sjá þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.11.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Hossir þú heimskum gikki

hann gengur lagið á

og ótal asnastykki

af honum muntu fá. 

Svo kvað BG.

Sá sem fær athygli fyrir neikvæða framkomu, heldur henni áfram og æsist til muna. 

Gísli Ásgeirsson, 14.11.2007 kl. 15:44

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þögn í þessum efnum leysir engan vanda Gísli. Þegar að horft er á mannlega grimmd, rasisma og lögbrot dugar engin þögn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.11.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband