23.1.2005 | 20:14
Engin fyrirsögn

Ađ ţessu sinni fjalla ég um valdaátökin í Samfylkingunni, en formannsslagur milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéđinssonar er hafinn af fullum krafti ţar og virđist sem svo ađ öllum brögđum muni nú beitt í ţessum harđvítugu átökum um völd og áhrif á vinstrivćng stjórnmálanna. Bćđi eru ađ berjast fyrir pólitísku lífi sínu á komandi árum. Fyrstu augljósu merki ţess ađ allt, nákvćmlega allt verđur sett í baráttuna birtust í fréttum fjölmiđla í gćr er verkalýđshreyfingin kom sér í fréttirnar og minnti á hlutverk Össurar í eftirlaunamálinu og ađ hann vćri óhćfur bćđi sem leiđtogi flokksins og gćti ekki leitt flokkinn til stjórnarforystu. Jafnframt kom fram ađ forystumenn í verkalýđshreyfingunni hefđu í hyggju ađ halda fund til ađ rćđa hvort ţeir ćttu ađ beita sér í ţágu Ingibjargar Sólrúnar í vćntanlegu formannskjöri. Nú á greinilega ađ nota allt gegn Össuri til ađ grafa undan stöđu hans og menn komnir í fortíđargírinn greinilega. Verkalýđsarmurinn er orđinn eins og pólitískur hluti innan flokksins og beitir sér af krafti í sínu nafni í leiđtogakjöri og valdabaráttu beint. Virđist ASÍ vera pólitísk hreyfing, enda sat forseti ASÍ fund norrćnna jafnađarmannaleiđtoga í Viđey í ágúst í fyrra, enda ASÍ međ ađild ađ bandalagi norrćnna krataflokka. Alveg kostulegt.
Seinustu vikuna hefur enn og aftur veriđ deilt um Íraksmáliđ, fjalla ég um stöđu mála í ţví í ljósi frétta um ađ margnefndur listi sé löngu dottinn uppfyrir og ađ auglýsingaherferđ svokallađrar Ţjóđarhreyfingar virđist hafi veriđ skot í myrkrinu. Frétt um helgina ţess efnis ađ listinn sé svo ekki lengur til af hálfu bandarískra stjórnvalda undirstrikar endanlega á hvađa villigötum svokölluđ Ţjóđarhreyfing og stjórnarandstađan hefur veriđ í málinu. Hafa sömu spekingar og reyna ađ teygja ţetta mál fram og aftur reynt ađ láta líta svo út fyrir ađ pólitískir forystumenn landsins hafi ekki mátt taka ţá ákvörđun ađ lýsa yfir stuđningi viđ innrásina. Eitthvađ sljákkađi í ţeim eftir ađ Eiríkur Tómasson forseti lagadeildar Háskólans, birtist í fréttum og lýsti ţví yfir ađ ţeir Davíđ Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefđu haft fulla lagalega heimild til ţess ađ taka einir ţá ákvörđun ađ styđja innrás Bandamanna í Írak. Hćgt er ţví ađ fullyrđa međ sanni ađ fjarađ hafi allhressilega undan málflutningi viđkomandi ađila í málinu sem hömuđust gegn stjórnvöldum. Niđurlćging ţeirra sem stóđu ađ baki auglýsingunni í NY Times er ţví algjör og er ekki annađ hćgt ađ segja en ađ ţađ sé neyđarlegt fyrir Ólaf Hannibalsson og félaga hans í hreyfingunni ađ reyna ađ snúa sér frá málinu án ţess ađ missa algjörlega andlitiđ. Stađreyndin er sú ađ ţeir og stjórnarandstađan öll reyndar hafa algjörlega orđiđ ađ athlćgi nú á seinustu dögum og vikum međ málflutningi sínum. Ađ lokum fjalla ég um stöđu Bush forseta, en hann sór embćttiseiđ öđru sinni í vikunni.

Bandaríski spjallţáttastjórnandinn Johnny Carson er látinn, 79 ára ađ aldri. Hann fćddist í Iowa, 23. október 1925. Hann vann nćstum alla ćvi sína sem grínisti í sjónvarpi eđa stjórnandi í spjallţáttum. Hann hóf feril sinn hjá sjónvarpsstöđum í Nebraska, ţar sem hann bjó lengi, á fimmta áratugnum. Hann var skemmtikraftur á mörgum sjónvarpsstöđvum eftir ţađ vítt um landiđ og var alla tíđ ţekktur fyrir leiftrandi húmor og skemmtilegt glott sem fékk alla til ađ brosa. Hann hóf feril sinn sem spjallţáttastjórnandi í ţćttinum 'The Tonight Show' hjá NBC, 2. október 1962. Hann var alla tíđ mjög vinsćll og hélt sínum áhorfendafjölda og vinsćldum allt til loka. Hann var einkar laginn viđ ađ hitta á góđa punkta í gríni, og náđu ţeir hćfileikar eflaust hámarki í Watergate-málinu í upphafi áttunda áratugarins. Brandarar hans um Nixon og ţátt hans og nánustu samstarfsmanna í málinu vöktu mikla athygli og gleđi fólks um allan heim. Áriđ 1980 lenti Carson í deilum viđ stjórnendur NBC er ákveđiđ var ađ stytta ţáttinn úr 90 mínútum í klukkutíma, en ţau leystust farsćllega.
Hann fékk marga til ađ hlaupa oft í skarđiđ og međal helstu gestastjórnenda ţáttarins voru Joan Rivers, Jerry Lewis og Jay Leno, sem tók viđ ţćttinum viđ starfslok hans. Á níunda áratugnum náđu vinsćldir Carson hámarki. Hann fékk metupphćđ fyrir ţáttinn og brandarar hans um Reagan forseta, ţóttu í senn alveg kostulegir og hitta vel í mark. Sjálfur sagđi Reagan eitt sinn ađ sinn óvćgnasti andstćđingur á vettvangi stjórnmála vćri Johnny Carson, sem ţótti til marks um hversu demókratar vćru lélegir í stjórnarandstöđunni. Er leiđ ađ lokum níunda áratugarins tilkynnti Carson ađ hann myndi ekki endurnýja samning sinn viđ stöđina og hann yfirgaf ţáttinn eftir ţriggja áratuga feril ađ kvöldi 22. maí 1992. Ţá hafđi hann stýrt 4.531 ţáttum. Miklar deilur urđu um hver ćtti ađ taka viđ forystu ţáttarins sem ákveđiđ var ađ myndi halda áfram án hans. Jay Leno og David Letterman börđust hatrammlega um ađ taka viđ af Carson. Fór ţađ svo ađ Leno vann ţađ kapphlaup og hann tók viđ í maílok 1992 en Letterman fór á CBS. Eftir ađ Carson hćtti á NBC dró hann sig algjörlega í hlé og var lítiđ sýnilegur í skemmtanabransanum en veitti stöku sinni viđtöl. Hans verđur minnst fyrir líflega og hressilega brandara sem hittu í mark og kćtti fólk um allan heim. Hann var einstakur grínisti.
Saga dagsins
1907 Togarinn Jón forseti, sem var fyrsti botnvörpungurinn sem Íslendingar smíđuđu, kom til landsins
1973 Eldgos hófst í Heimaey, um kl. 2 ađ nóttu - eldur og eimyrja vall upp úr tveggja kílómetra langri eldgjá sem myndast hafđi. Langflestir af 5.500 íbúum Vestmannaeyja voru fluttir til lands á örfáum klukkutímum. Miklar skemmdir urđu fyrstu daga gossins er hluti bćjarins varđ undir hrauninu. Um tíma leit út fyrir ađ höfnin myndi lokast af völdum gossins en svo fór ekki. Gosiđ stóđ allt fram í júní
1973 Richard Nixon forseti Bandaríkjanna, lýsir ţví yfir ađ náđst hafi friđarsamningur í Víetnam - hann var undirritađur í París síđar sama dag og tók gildi á miđnćtti 27. janúar - stríđinu lauk 1975
1981 Tilkynnt var ađ Snorri Hjartarson hefđi hlotiđ bókmenntaverđlaun Norđurlandaráđs fyrir bók sína, Hauströkkriđ yfir mér. Snorri var eitt af bestu ljóđskáldum landsins á öldinni. Hann lést 1986
1997 Madeleine Albright varđ utanríkisráđherra Bandaríkjanna, fyrst kvenna - sat í embćtti til 2001
Snjallyrđiđ
Í nótt er gott ađ gista Eyjafjörđ
og guđafriđur yfir strönd og vogum.
Í skini sólar skarta haf og jörđ
og skýjabólstrar slegnir rauđum logum.
Ţađ veit hver sál, ađ sumar fer í hönd,
en samt er ţögn og kyrrđ um mó og dranga,
og hvorki brotnar bára upp viđ strönd
né bćrist strá í grćnum hlíđarvanga.
Svo ljúft er allt í ţessum heiđa hyl,
svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarđar,
ađ víst er engin veröld fegri til
en vornótt björt í hlíđum Eyjafjarđar.
Davíđ Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Vornótt)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning