Ógeðfellt kynþátta- og persónuhatur á rasistasíðu

Ég vil þakka fyrir þau viðbrögð sem ég hef fengið á umræðuna á vefnum mínum um rasistavefsíðuna skapari.com þar sem fram kemur ógeðfellt kynþáttahatur og persónuárásir, meðal annars á forsetahjónunum Ólafi Ragnari og Dorrit, auk fjölda annars fólks. Hef ég fengið fjölda tölvupósta og skilaboða vegna skrifanna og heyrt hversu mjög fólki er almennt brugðið vegna þessarar rasistavefsíðu. Það verður að taka svona ófögnuði alvarlega og taka á honum.

Mér finnst persónuhatrið og ógeðið sem þrífst þarna undir nafnleynd fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt annað en að undrast hversvegna fólk getur fyllst hatri af þessu tagi. Það á að vera lykilmál í því samfélagi sem við lifum í að fólk beri virðingu fyrir hvoru öðru og geti lifað í sátt og samlyndi. Hatur á fólki vegna kynþáttar er það alvarlegt mál að taka verður á því með öllum þeim brögðum sem til eru.

Heilt yfir finnst mér nafnlaust ógeð vera að aukast á netinu. Það er alltof mikið af fólki sem skrifar ógeðslega um aðra, allt í skjóli nafnleyndar. Skoðanir sem myndu aldrei koma fram ef nafn fylgdi með. Að mínu mati eru nafnlaus skrif jafnan með öllu marklaus, þeim orðum fylgir engin ábyrgð og ekki hægt að virða þau neins. Það er alltof stutt í skítlegheit þegar að nafnleyndin er áberandi. Það er löngu sannað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stebbi, alltaf gaman að koma á síðuna þína.

Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um að lífsleikni eigi að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans, auka sjálfsþekkingu, mannrækt og temja sér innihaldsrík samskipti við annað fólk. Svo virðist sem þetta fólk sem heldur úti þessari síðu skapari.com hafi misst af þessum tímum, og eflaust mörgum fleiri!

Fordómar leynast víða og þrífast á þekkingarleysi fólks og mannlegum dómum sem byggðir eru á grunnhyggju, oftast dæmum við fólk og hið óþekkta út frá okkar samfélagi sem við teljum best í heimi!

Við þurfum að efla fræðslu í lífsleikni, sérstaklega í ljósi þess fjölmenningarlega samfélags sem til er orðið hér á landi. Börnin eru framtíðin og þau þurfa að leiða og tengja saman fólk af ólíkum uppruna og með ólíka trú. Krakkar með opinn huga og skilning geta breytt heiminum í umburðarlyndan og fallegan heim þar sem hver og einn getur notið sín óháð uppruna og trú og svo framvegis. Við þurfum að gera börn meðvituð um hvað fordómar eru, hvað fjölmenning er og hvernig við getum upprætt eigin fordóma og miðlað þekkingu sem leiðir til betri heims.

Sem betur fer finnst flestum hér á landi gott að búa við fjölbreytta flóru fólks og við skulum efla fræðslu enn frekar svo skapari.com fái ekki marga gesti.

Bestu kveðjur

Gunnþór Eyfjörð G. 

Gunnþór Eyfjörð G. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er ógeðslegur "málflutningur" á þessari síðu og greinilega bæði illa gefnir og illa upplýstir einstaklingar sem skrifa þarnaÉg mundi samt alveg vilja vera með á listanum yfir "óvini Íslands" þar er nefnilega margt hið besta fólk að finna Og ég kem alltaf fram undir nafni !

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 09:44

3 identicon

Ertu að styðja ritskoðuin Stebbi?

Alexander Kristófer Gústafsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:24

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gunnþór: Takk fyrir góð orð um síðuna, gott að vita að þú fylgist vel með. Tek undir hvert einasta orð, sammála öllu sem þú segir. Þetta er vandamál sem verður að taka á, þögnin leysir engan vanda í þessum efnum. Þetta þarf að greina og tala um, og sýna að rasisminn og fordómarnir eru til skammar. Þá verði að uppræta.

Jónína: Alveg skelfilegt já. Sannarlega ógeðslegur málflutningur á þessari vefsíðu. Það er alltaf best að koma fram undir nafni. Þeir sem gera það ekki eru að tjá sig á annarlegum forsendum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.11.2007 kl. 16:22

5 identicon

Þessi síða er viðbjóður, vissulega eiga allir rétt á að tjá sínar skoðanir en þá hlýtur maður að krefjast þess að þeir þori að koma fram undir nafni, eitthvað annað en þessir hugleysingar sem standa að þessum óskapnaði!

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:13

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alexander: Ég er fyrst og fremst að tala því að skoðunum þessara manna fylgir ekki nafn. Hinsvegar er greinilegt að mörg lög eru brotin með skrifum á skapari.com. Því er greinilegt að þeir sem tjá sig eru nafnlausir því þeir vilja ekki fara í fangelsi. Tel þetta ekki spurningu um skoðanafrelsi heldur lögbrot, en þessir aðilar eru klárlega að brjóta lög með skrifum sínum.

Bjarki: Þakka gott komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.11.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband