Engin fyrirsögn

Nýr páfi kjörinn

Hvítur reykur í Vatíkaninu - nýr páfi kjörinn

Nýr páfi hefur verið kjörinn í Vatíkaninu í Róm. Klukkan 15:57, eftir að kardinálarnir höfðu kosið fjórum sinnum um nýjan páfa, á tveim dögum, steig hvítur reykur upp úr skorsteininum á Sixtinsku kapellunni í Róm. Áður hafði þrisvar stigið upp svartur reykur. Páfakjör hófst seinnipartinn í gær, 16 dögum eftir að Jóhannes Páll II páfi lést. Sorgartímabili vegna andláts hans, Novemdialis, lauk á sunnudag. Í gær fór fram ein umferð, en tvær svo í morgun. Í þeirri fjórðu hefur því náðst tilskilinn meirihluti. Nýr páfi mun koma út á svalir Péturskirkjunnar innan skamms. Til marks um kjör nýs páfa hefur klukkum Péturskirkjunnar í Páfagarði verið hringt. Mikill mannfjöldi er á Péturstorginu í Róm og bíður þess að tilkynnt verði formlega hver er nýr trúarleiðtogi rómversk - kaþólsku kirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband