Pólverjum úthýst af Kaffi Akureyri

Kaffi Akureyri Það hlýtur að teljast merkileg frétt að eigendur skemmtistaðarins Kaffi Akureyri hafi ákveðið að úthýsa með öllu hópi Pólverja þaðan út. Mér skilst að hópurinn hafi verið jafnan mjög dónalegur við konur sem sóttu staðinn og þetta allt gengið út í öfgar. Það er stór ákvörðun að úthýsa fólki af skemmtistað og því vekur þessi frétt athygli.

Mér finnst þetta mjög harkaleg ákvörðun. En hinsvegar skil ég sjónarmið eigandans ef hann telur að þessi hópur skemmi fyrir góðu andrúmslofti á skemmtistaðnum og geri honum lífið leitt. Það er stóralvarlegt mál ef gestir skemmtistaðarins geta ekki farið út að skemmta sér nema að vera truflaðir með þeim hætti sem heyrst hefur í umræðunni hér á Akureyri. Það er eðlilegt að á því sé tekið.

Er á hólminn kemur hljóta Birgir Torfason og hans fólk á Kaffi Akureyri að taka af skarið um það hverja hann vill að sæki staðinn. Sé einhver hópur að ónáða aðra viðskiptavini hlýtur þetta að teljast eðlilegt. Það er lykilmál að mínu mati að eigendur stjórna þeim skemmtistað sem þeir eiga.

mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Dónaleg framkoma ekki liðin... Flott framkoma veitingarhúsaeiganda sem vill að karlmenn virði konur

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.11.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég tel Birgi Torfason á Kaffi Akureyri taka rétt á þessu máli,enda hafi sömu menn ´trekað sýnt ósæmilega hegðun gagnvart konum á staðnum.Mér er kunnugt um að víða í Ecrópulöndum er álíka aðgerðum beytt á skemmti - og veitindahúsum.Vona bara að fleiri skemmtistaðir taki Birgi til fyrirmyndar í þessum efnum.Það er ekki aðeins fyrir okkur Íslendinga,heldur einnig erlenda ferðamenn sem sækja þessa staði,að það mæti góðu viðmóti.

Kristján Pétursson, 14.11.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Núna þorir kvenfólk að fara að skemmta sér á staðnum aftur, þannig að ég myndi segja að þetta væri mjög góð ákvörðun hjá Bigga.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það dettur auðvitað engum í hug að halda því fram, að íslenskir karlmenn hafi aldrei komið dónalega fram við konur. En það er svolítið annað þegar þessir menn, sem um ræðir, eru alltaf nokkrir saman í hóp og sýna allir, ítrekað af sér sömu framkomuna. Ég skil vel að þeir hafi að lokum verið settir í bann.

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 16:08

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efast um að vertinn hafi tekið þessa ákvörðun á siðferðilegum forsendum heldur einungis á hagsmunalegum. Á Reyðarfirði hefur verið sama vandamál vegna Pólverja sem þar sækja eina pöbb bæjarins en þeim var ekki úthýst fyrir það því þeir hafa verið mun fleiri en konurnar sem sækja staðinn. Margar konur hættu þá að koma á staðinn og því hafa gárungarnir hætt að kalla staðinn "Kaffi Ilmur" eins og hann heitir. Nú er það "Kaffi Limur".

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 17:17

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki myndi ég stíga fæti inn á krá eða bar þar sem ég og kynsystur mínar fengjum ekki að vera í friði fyrir drukknum og ágengum karlmönnum, sama hverrar þjóðar þeir væru. Lýsingar á framkomu mannanna eru ógeðslegar.

Og mér finnst leitt að heyra að á Reyðarfirði skuli slík framkoma liðin. Var ekki einu sinni reynt að tala mennina til þar?

En af hverju skyldu pólskir karlmenn vera svona ruddalegir við konur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 19:25

7 identicon

Ruddar vegna þess að þeir koma margir úr herþjónustu og hafa þar marga fjöruna sopið. Svo  hafa þeir litla sem enga grunnmenntun hlotið. Uppeldinu líka ábótavant. Að vera katholic virðist ekkert hafa að segja.  Áhrifin frá Rússunum...............skorturinn,svo kannske einhver fyrirlitning á okkur hér. ??

Viktor (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:13

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kvenmannslausir í kulda og trekki, kúra einmanna. Geta ekki tjáð sig nema á pólsku og nota því sammannlegt táknmál um hvað þeir vilja helst. Átta sig ekki á því, sauðdrukknir greyin, að svona gerir maður ekki gagnvart heiðvirðum konum. Oft er ég spurður hér hvort hér séu ekki "woman...búmbúmbúm". Reyndar verið spurður að því af bandarískum hvítflibba líka. Hann orðaði það reyndar öðruvísi. Spurði hvort hér væru engar "noughty women". Menningarheimarnir eru misjafnir, það sem öðrum finnst gott og gilt, finnst okkur helst til spillt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband