Háskaakstur ökumanna í dópvímu í Reykjavík

Bílflak í Reykjavík Mér finnst það vægast sláandi staðreynd í hinu litla samfélagi sem við lifum í að fjögur umferðaróhöpp á einni nóttu megi rekja til þess að ökumenn keyri í dópvímu í Reykjavík. Það er ekki langt síðan að litlu munaði að ökumaður í dópvímu yrði valdur að banaslysi í umferðarslysi á Kringlumýrarbraut. Lýsingar af því voru ekki fagrar.

Það er sannarlega áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum með tilliti til þessa. Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður í dópvímu drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum sem við blasa einkum í þessum tilfellum í nótt.

Sérstaklega má þakka fyrir að ekki fór verr við þessa bensínstöð á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsvegar. Það hefði verið svakalegt ef svo hefði farið að eldur hefði komið upp er keyrt var á bensíndælu og jafnvel allt fuðrað upp á svæðinu. Þetta hlýtur að leiða til þess að horft verði út fyrir orð okkar allra sem tölum fyrir því að fólk hugsi sitt ráð og fari ekki undir stýri í annarlegu ástandi. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum, einkum í nótt greinilega.

Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.

mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er mjög svo alvarlegt mál,og kvað er til ráða/eyturlifin virðast auðfengin,en við verum öll að vera á verði og reyna að upplýsa þetta með lögreglu/Halli gamli 

Haraldur Haraldsson, 15.11.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, þetta er ekki gott og áfengið ekki minna vandamál í þessum málum en önnur eiturlyf...nema síður sé. Hef ekki séð heildartölur yfir slys á Íslandi sem rekja má beint til aksturs undir áhrifum áfengis, en hef það á tilfinningunni að það sé töluvert meiri fjöldi en slys sem hægt er að rekja beint til aksturs undir áhrifum ólöglegra eiturlyfja sem þó eru alltof mörg líka.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband