Styttist í fyrsta leik Ólafs - Eiður Smári ekki með

Eiður Smári Það eru vonbrigði að Eiður Smári Guðjohnsen geti ekki spilað leikinn gegn Dönum í næstu viku. Þessi fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar með landsliðið skiptir miklu máli. Hann hefur þó ekki haft langan tíma til undirbúnings, aðeins verið í starfinu í hálfan mánuð og tekur við erfiðu búi undir lok riðilsins, staða okkar í riðlinum er vond og það er engin tilviljun að skipt var um þjálfara eins og flestum er kunnugt.

Það skiptir máli að ekki fari illa í Kaupmannahöfn, við náum að sýna góðan leik og standa okkur. Verkefni Ólafs með liðið er þó til tveggja ára og mikilvægt að þar verði unnið vel. Skiptar skoðanir voru um valið á Ólafi. Sjálfum fannst mér skynsamlegt að leita til hans, enda margreyndur þjálfari með góðan bakgrunn í bransanum. Það þurfti að horfa til þess að fá reyndan þjálfara eftir þá vondu stöðu sem við blasti á endastöð Eyjólfs Sverrissonar.

Fyrst og fremst vonum við öll að leikurinn fari vel og þetta verði upphaf nýrra tíma hjá liðinu - Ólafi og hans mönnum takist að byggja liðið upp til góðra verka. Það er erfitt að byrja í Köben en vonandi verður þetta ekkert 14-2 dæmi.

mbl.is Eiður Smári ekki með gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ekki er þetta kannski alslæmt,þessir leikir sem Eiður var ekki með,tókust vonum framar/sennilega bara betur þess veggna /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.11.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég veit ekki mikið um fótbolta og fylgist lítið með honum en ég sá á MBL áðan að tveir Eskifirðingar eru í landsliðinu, annar þeirra er Eggert Jónsson. Hann kom í skólann fyrir um mánuði síðan og færði skólanum áritaðan bol af öllum liðsmönnum HEARTS frá Skotlandi sem hann spilar með. Hann svaraði fyrirspurnum nemenda. Móðir hans vinnur í skólanum og systir hans er nemandi þar. Ég vona að Eggerti gangi vel svo og öllu landsliðinu.


Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 15.11.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Betri möguleikar þegar Eiður er fjarri...menn leggja sig betur fram að vera lausir við þennan frægðardragbít sem fylgir drengum.  Fjölmiðlar og íþróttafréttamenn átta sig kannski á því þá að knattspyrna er ekki eins manns frægðaríþrótt heldur 11 - 16 manna samvinnuverkefni.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.11.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Halli: Það ætti að muna um fyrirliðann. En kannski er frægð Eiðs okkur til ills en ekki góðs. Það má vera. En hann hefur átt misjafna daga í landsliðinu, stundum tryggt okkur ágætan árangur, stundum ekki gert neitt. En annars er boltinn aldrei lygn sigling.

Aubbi: Já, það er gott að heyra. Það er fínt að tveir Eskfirðingar séu í liðinu. Fjarðabyggð hefur líka verið að standa sig vel í boltanum, reyndar tókst ekki að komast upp í úrvalsdeild eins og stefndi í framan af sumri, en samt góður árangur.

Jón Ingi: Frægðin getur oft stigið mönnum til höfuðs. Lið er auðvitað dauðadæmt ef allir spila sóló og menn eru uppteknari af sér en heildinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband