Óhugnarlegur dauðdagi í Kanada

Taser-byssaÞað er afskaplega sorglegt að sjá myndbrotið sem sýnir síðustu andartökin á ævi Pólverjans Robert Dziekanski, sem lést er hann fékk skot úr rafstuðbyssu, svokallaðs Taser-vopns. Taser er mjög kuldalegt vopn, sem mér finnst æ oftar vera talað um að sé notað á fólk. Það er vopn sem mér finnst hreinlega að eigi að banna. Það getur varla talist annað en mannleg grimmd að beita því á fólk.

Minnist þess er námsmaður í Gainesville-háskólanum í Flórída var stuðaður, vegna þess að hann var of hávær á fundi með John Kerry, öldungadeildarþingmanni og fyrrum forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í september. Hann var stuðaður hið minnsta tvisvar, en löggan gat ekki yfirbugað hann þó fjöldi lögreglumanna væru staddir þar. Myndbrot af því birtust á YouTube. Frægt varð að Kerry haggaðist ekki einu sinni í ræðuhöldunum er strákurinn var stuðaður.

Lýsingarnar á dauðdaga þessa manns í Kanada eru sláandi. Þetta er mannleg grimmd eins og hún gerist verst að mínu mati. Svona vopn á að banna.

mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er svo sorglegt og það eina sem þurfti til að koma í veg fyrir þetta, var túlkur !

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 06:33

2 identicon

En það er náttúrulega hægt að misnota öll vopn, vandamálið við þessa byssu er kannski að hún er kannski dregin upp oftar heldur en hefðbundnar vegna þess að hún er ekki talin vera lífshættuleg (í flestum tilfellum). Ég er frekar viss um að færri myndu láta lífið ef að öllum hefðbundnum skammbyssum yrði skipt út fyrir rafbyssur. Í mörgum löndum er það talið nauðsynlegt að lögreglumenn beri byssur, er þá ekki skárra það séu rafbyssur ef það telst nauðsynlegt?

Auðvitað eigum við Íslendingar ekki að taka upp þessar byssur með þá afsökun að þetta séu ekki "alvöru" byssur. En hinsvegar ef glæpatíðni versnar áfram í framtíðinni og við teljum nauðsynlegt að vopna lögregluna þá vona ég að við lýtum frekar til næstu kynslóðar vopna heldur en hefðbundin skotvopn. Ég myndi allavega ekki vilja starfa sem óvopnaður lögreglumaður í dag á meðan undirheimarnir eru að vopnast í auknu mæli.

Tólið er ekki vandamálið heldur hvernig við mannfólkið notum það. Það er auðvitað mikilvægt að hafa takmarkaða heimild til þess að nota byssuna og taka harkalega á því ef hún er misnotuð. Það er hægt að kaupa þessar byssur með innbyggðum myndavélum þannig að það sé auðvelt að rannsaka hvort notkun hafi verið réttlætanleg eða ekki.

Geiri (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þetta ekki vopnið sem íslenska löggan vill endilega fá?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Jú,því miður hefur hún mikinn áhuga á því.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þarna voru 5 lögreglumenn og 1 reiður maður. í stað þess að taka hann tökum eða reyna að róa hann niður þá gripu þeir til vopna því það var auðveldara.

Ef þetta vopn verður einhverntíman leyft hér á landi þurfa að gilda ströngustu lög um það og það meigi hreynlega ekki nota nema í neyðartilvikum. ekki bara til þess að létta löggunni lífið.

Annars held ég að við höfum ekkert með þetta vopn að gera. lögreglan er ekki vopnuð og ætti ekki að þurfa þetta. hnífavesti í hvern bíl ætti að vera mun meira kappsmál heldur en þetta vopn.  

Fannar frá Rifi, 16.11.2007 kl. 19:01

6 identicon

Get ekki alveg verið sammála þér þarna.

Mannleg grimmd af verstu gerð?  Ekki get ég skilið hvernig þú færð það út.  Það væri grimmt ef löggan væri að stuða menn sér til skemmtunar og horfa á þá þjást en það er hins vegar engan veginn tilfellið.

Stuðbyssurnar eru öryggistæki fyrir lögreglumenn sem þurfa hvað eftir annað að yfirbuga sturlaða og oft vopnaða dóphausa.

Dauðsföll tengd byssunum eru örlítið brotabrot af þeim skiptum sem þeim er beitt og í þeim skiptum þau eiga sér stað eru dauðsföllin sjaldnast rakin til rafstuðsins sjálfs heldur hefur manneskjan jafnvel verið veik fyrir.  Var það ekki núna bara á síðasta ári hérna heima sem maður dó í áflogum við lögguna?  Kannski hann væri á lífi í dag ef hann hefði verið stuðaður?

Ef stuðbyssunum væri ekki beitt væri alvöru byssum oftar beitt og ef löggan reynir að yfirbuga menn með valdi eiga þeir á hættu að slasa sjálfa sig á einn eða annan hátt (myndir þú vilja láta lifrarbólgusjúkling bíta þig?) og einnig slasa lögbrjótinn sjálfan.

Hvað Pólverjan varðar, er eitthvað vitað um heilsufar hans?   Kannski var hann veill fyrir hjarta?  Kannski hefði hann dáið hvort sem var við álagið að slást við 4-5 öryggisverði.

Stuðbyssurnar eru án vafa mun betri kostur en skotvopn og áflog.

Hörður (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:54

7 identicon

Það eru margfalt meiri líkur á að valda varanlegum skaða eða lífsláti með hníf heldur en svona rafbyssum.

Það er daglegt brauð um allan heim að lögreglumenn drepi fólk með hefðbundnum skotvopnum. Kannski fáum við neikvæða ímynd af rafbyssunum vegna þess að þetta er eitthvað nýtt og fjölmiðlar nenna að fjalla um það. Nokkur dauðsföll á ári er ekki neitt miðað við þau hundruðir þúsunda sem hefðbundin skotvopn drepa. 

Geiri (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:14

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin. Gott að heyra mat ykkar. Ég er þeirrar skoðunar að þessi vopn eigi ekki erindi hingað og finnst þau ekki geðslegt innlegg í löggumenninguna á Íslandi satt best að segja.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband