Er lögreglan að lýsa eftir nauðgara?

Eftirlýstur maður Það vekur athygli að lögreglan auglýsi með myndbirtingu sérstaklega eftir manni í tengslum við mál í rannsókn, án þess þó að upplýst hvert tilefnið sé. Kjaftasagan á götunni er þó sú að löggan sé að lýsa eftir nauðgara, það getur varla annað verið fyrst að farið er þessa leið.

Man varla eftir svona áður, reyndar var þó auglýst með mynd eftir strákum í ársbyrjun vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt, en þeir voru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn í Garðastræti. Gáfu þeir sig sjálfir fram.

Það er gefið sterklega í skyn í yfirlýsingu lögreglu að hinn eftirlýsti sé erlendur að uppruna. Það vantar fjölda bita í þetta púsl en eðlilegt er að fólk spyrji sig spurninga um málið. En þetta er greinilega mjög alvarlegt mál í alla staði.

Þó myndin sé óskýr og erfitt að greina hver þetta er munu vonandi berast upplýsingar sem leiða lögregluna á sporið.

mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni vegna máls í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband