Klipið í klof og brjóst á Kaffi Akureyri

Kaffi Akureyri Um fátt var rætt meira í vikunni en ákvörðun eiganda skemmtistaðarins Kaffi Akureyri að úthýsa hópi Pólverja fyrir að ónáða kvenkyns viðskiptavini. Skiptar skoðanir voru á málinu, meira að segja kom fulltrúi Alþjóðastofu hér á Akureyri með þann kostulega punkt að þetta væru óþarfa fordómar í garð innflytjenda. Eftir að ég skrifaði um þetta mál í vikunni fékk ég tölvupóst frá fullt af konum héðan frá Akureyri sem sögðu ýmsar lýsingar af því hvernig þessir Pólverjar komu fram.

Einkennist það helst af því að þeir klipu bæði í klof og brjóst sumra kvenna sem fóru á skemmtistaðinn og voru með kynferðislegt áreiti fyrir utan það. Í ljósi þess að þessi hópur hagar sér eins og hellisbúar sem aldrei hafa verið innan um fólk áður, eru óheflaðir ruddar þarf varla að teljast undrunarefni að gripið sé til þess ráðs að úthýsa þeim. Það er ekki gott fyrir ímynd þessa skemmtistaðar að svona stemmning sé uppi, en altalað hefur verið lengi að þessi hópur hafi gengið mjög langt gegn konum sem sækja staðinn.

Mér finnst þetta því eðlileg ákvörðun. Allt tal um að eigandinn sé með innflytjendafordóma er auðvitað bara út í hött. Hann er fyrst og fremst að hugsa um þá sem sækja staðinn. Ef fólk getur ekki hagað sér almennilega, þó undir áhrifum sé og haldist á siðsamlegu plani, verður þeim úthýst. Þetta eru skýr skilaboð og varla hægt að gera athugasemdir við það mat eigandans. Eins og vel hefur komið fram hefur íslenskum karlmönnum verið úthýst þarna svo að innflytjendastimpillinn heldur ekki vatni.

Held að Birgir Torfason og hans fólk á Kaffi Akureyri hafi klárað þetta mál með sóma og líka sett þann standard að geti menn ekki skemmt sér almennilega og látið vera að ráðast að konum með óviðeigandi hætti sé þeim úthýst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það skiptir engu máli hvers lenskir þeir eru, þeir eru bara ömurlegir dónar!

Jónína Dúadóttir, 17.11.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það má enginn fara segja neitt gegn hinum pólitíska rétttrúnaði. ef þú dyrfist að segja eitthvað á móti honum þá ertu hinn argasti (setja inn: raisti, kvennhatari, karlhatari, fordómafulli, etc. etc...).

Eigandi staðarins á að hafa rétt á því að ráða því hvort hann láti henda út eða banni þeim sem hafa hagað sér eins og villimenn og ekki látið aðra gesti hans í friði.  

Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 19:49

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin. Gott að við erum öll sammála í þessum efnum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2007 kl. 00:00

4 identicon

Gott og vel, auðvitað á að henda perrunum út, en til hvers að tönglast sífellt á því að þeir séu pólverjar?  Ég hef reyndar aðeins heyrt að þessum skemmtistað sé sérlega illa við A-evrópska menn og hef heyrt starfsmenn stæra sig á því að hafa barið lettaandskota í dyrunum.  Hef lítið farið að skemmta mér undanfarið en man ansi oft eftir draugfullum íslendingum sem ofsækja konur.  Ekki lenda þeir á síðum blaðanna.  Fer að halda að það fari að vera jafn vont að vera pólverji á Íslandi og múslimi í Bushhreppi

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:02

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Eyþór Ingi. Já, eflaust er of mikið talað um þjóðerni. En það eru samt tíðindi þegar að lokað er á einn hóp með þessum hætti, menn frá sama landi. En það á engu að skipta hvert þjóðernið er. Sé fólk að abbast upp á konur með þessum hætti verður að taka á því. Þjóðerni er algjört aukaatriði í þeim efnum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.11.2007 kl. 16:33

6 identicon

Eg starfa sem dyravordur  i noregi og thar haga polverjarnir ser eins og tessir a kaffi akureyri., ofurolvi og areyta kvenkynsgesti stadanna..stela fotum og veskjum og ymsu lauslegu (flestir skemmtistadirnir her hafa upplifad vesen med polverjana). Vid neytum folki adgang ad skemtistadnum ef ad tad er mikid vesen med ta(og ta skiptir engu mali hverslenskir teir eru). Eg skil mjog vel ad teir fa ekki adgang ad kaffi akureyri lengur og finnst eigandi stadarinns hafa fullan rett a ad meina teim adgang.

Kristjan Arnason (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband