Í minningu Regínu

 
Regína Thorarensen

 

Frćnka mín, Regína Thorarensen, frá Stuđlum í Reyđarfirđi, lést um helgina, 88 ára ađ aldri. Regína var ađ mínu mati einstök kjarnakona. Hún varđ auđvitađ landsţekkt fyrir frábćr skrif sín í Morgunblađiđ og DV til fjölda ára. Hún var fréttaritari Moggans í mörg herrans ár, fyrst er hún bjó á Ströndum á Vestfjörđum og síđar á Eskifirđi. Regína ritađi síđar frábćra pistla í DV, er hún var fréttaritari blađsins á Selfossi. Regína hafđi nćmt auga fyrir bćđi góđum og eftirtektarverđum fréttum og sagđi oft frá hinu smáa í hvunndeginum sem mörgum öđrum fannst ekki fréttnćmt. En ritstíll hennar og skođanakraftur heillađi marga. Ég man ađ ţegar ađ ég hitti Regínu fyrst fannst mér hún alveg ótrúlega mikil sagnakona. Hún sagđi frá svo eftir var tekiđ og hún gat líka talađ alla í kaf međ mergjuđum athugasemdum sínum.

Regína var trú Sjálfstćđisflokknum alla tíđ og studdi forystu flokksins međ krafti. En hún ţorđi ađ láta í sér heyra og var alls ófeimin viđ ađ láta rödd sína heyrast vćri hún á móti forystu flokksins. Frćgir voru pistlar hennar um Ţorstein Pálsson í DV er hún var fréttaritari á Selfossi og Ţorsteinn fyrsti ţingmađur kjördćmisins. Ţau voru fjarri ţví alltaf sammála og Regína var alls ófeimin viđ ađ tjá sínar skođanir á hinum unga leiđtoga flokksins. Ég hafđi alltaf gaman af ađ lesa fréttapistla Regínu. Hún skrifađi í blöđin langt fram á efri ár og ég held ađ ţađ sé rétt munađ hjá mér ađ innan viđ fjögur ár séu frá ţeim seinasta. Brot af ţessum frábćru pistlum má lesa í ćvisögu hennar sem kom út áriđ 1989. Ţar nýtur sagnahćfileiki hennar sín.

Sigurlín Kristmundsdóttir, amma mín, og Regína voru miklar vinkonur alla tíđ. Ţćr bjuggu á sömu slóđum á Eskifirđi. Vinátta ţeirra hélst alla ćvi og ţó ađ langt vćri á milli ţeirra seinustu árin vissu ţćr vel af hvor annarri. Er amma lést áriđ 2000 kom Regína ađ jarđarförinni á Eskifirđi. Ţá var Regína nýlega flutt aftur austur og komin á elliheimiliđ á stađnum. Ţó ađ heilsu hennar vćri mjög tekiđ ađ hraka ţá og hún ćtti erfitt međ ađ komast um fór hún í jarđarför ömmu. Ţađ mat ég allavega mjög mikils og var virkilega ánćgjulegt ađ hitta hana ţá. Síđasta skiptiđ sem ég sá hana var í fyrrasumar er ég leit á Hulduhlíđ. Regína var ţá orđin mjög heilsutćp en ótrúlega brött miđađ viđ allt.

Sykurmolarnir slógu ađ mínu mati í gegn áriđ 1989 ţegar ađ ţau sömdu til hennar lagiđ Regína. Kom hljómsveitin heim til hennar á Selfossi og hún bauđ ţeim í mat. Bođiđ var ađ hćtti Regínu upp á fulldekkađ veisluborđ - lifrarpylsu og grjónagraut međ öllu tilheyrandi. Ţađ eitt er víst ađ ţeir sem komu í heimsókn til Regínu fóru ekki svangir ţađan og nutu sannkallađrar veislu. Fannst mér ţađ mikill sómi fyrir Björk og ţau í hljómsveitinni ađ ţau skyldu semja ţetta lag og tileinka ţađ henni.

Regína var kjarnyrt alţýđukona sem var ófeimin ađ láta til sín taka. Hún var trú sínu veganesti í lífinu og talađi fyrir sinni sjálfstćđisstefnu međ sínum hćtti. Enginn var ţó trúrri flokknum er til kosninga og verkanna kom. Hún var sönn kjarnakona er á hólminn kom. Guđ blessi minningu mćtrar og stórbrotinnar konu.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband