Dapurleg tíðindi

Það er alveg sorglegt að fylgjast með fréttum af brunanum í Stærra Árskógi, hér út með firði. Þar eru öll útihús brunnin, en nýlega var byggt við þau og allt tekið í gegn. Það er sannarlega bót í máli að eldurinn komst ekki í íbúðarhúsið, en skaði þeirra sem búa á bænum er mikill. Það er samt skelfilega kaldhæðnislegt að þessi eldsvoði komi upp á þessum degi, þar sem bálhvasst er og erfitt við að eiga. Það var aldrei neinn möguleiki á að bjarga þessum útihúsum í því veðri sem var í dag og það hlýtur að vera kuldalegra en veðrið fyrir ábúendur að sjá allt brenna.

Það er ungt og öflugt fólk sem býr á þessum bæ og hefur byggt upp af myndugleika síðustu árin. Það hefur verið tekið eftir því hversu dugleg þau hafa verið og þau hafa tekið búið nær alveg í gegn að undanförnu og verið að standa sig vel. Það er vonandi að þau nái að byggja sig upp úr þessari öskustó fljótt og vel. En áfallið er mikið, sérstaklega fyrir fólk sem missir með þessu bæði lifibrauð sitt og vinnustað í einu vetfangi.

mbl.is Fjölmargir nautgripir dauðir - tugmilljóna tjón á Stærra Árskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þetta var rosalegt !

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 06:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Jónína mín. Já, þetta er alveg svakalegt. Vonandi gengur þeim vel að byggja sig upp, en þetta er mikið högg auðvitað.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2007 kl. 18:14

3 identicon

Ég vorkenni nú líka greyið dýrunum. En hræðilegt einnig fyrir fólkið. Vona að þetta stoppi þau ekki.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband