Persónulegar aðstæður Eiðs Smára

Eiður Smári Það er mikið spáð í hinar persónulegu aðstæður Eiðs Smára Guðjohnsen sem eru þess valdandi að hann spilar hvorki margfrægan góðgerðarleik né Danaleikinn, síðasta landsleikinn í riðlinum. Margir vilja heyra meira en þessar skýringar og kalli eftir því að Eiður Smári opinberi hinar persónulegu aðstæður sínar, hvað hafi gerst. Að mínu mati er eðlilegt að Eiður Smári fái sitt svigrúm. Hans persónulegu aðstæður eru eðlilega hans einkamál, ég lít svo á.

Eiður Smári hefur sitt frelsi til að vega og meta hvort hann treysti sér í þessa leiki og það er hans mál og þjálfarans að vinna úr þeim málum, ekki annarra. Okkur kemur í sjálfu sér ekkert við hverjar ástæður hans eru fyrir því að taka ekki þátt. Sumir hafa spurt mjög persónulegra spurninga vegna þessara svokölluðu persónulegu mála sem nefndar eru í yfirlýsingu Eiðs Smára, bæði á fimmtudag og eins í gærkvöldi. Held að það sé ekki okkar mál að grafast fyrir um það, í sannleika sagt.

Pressan á Eiði hefur verið mikil og eðlilegt að hann taki sér þann tíma til að vinna úr þeim málum sem hann talar án þess að þjóðin sé að nöldrast yfir hverjar þær akkúrat séu. Finnst margir mjög ósanngjarnir við Eið Smára og gera lítið úr hans framlagi til knattspyrnunnar. Hann hefur staðið sig vel í sínum verkefnum og átt góða leiki með landsliðinu, hefur meðal annars slegið gömul marka- og leikjamet Ríkharðs Jónssonar, svo að það er fjarstæða að tala um að hann hafi ekki unnið vel með verkum sínum.

Held að pressan á hann frá okkur sé komin yfir öll mörk. Eðlilegt er að hann fái það svigrúm sem hann þarf.

mbl.is Eiður Smári gefur ekki kost á sér í góðgerðarleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Þessi leikur skiftir engu máli fyrir Ísland og mér finnst það rétt mat hjá Eiði að eyða kröftum sínum hjá Barcelona þar sem hann berst um sæti í liðinu.

Elvar Atli Konráðsson, 18.11.2007 kl. 16:53

2 identicon

Hjartanlega sammála,hann verður að fá að vera til. Hann er af Blóði og holdi og allt sem því fylgir því eins og við hin..Það er ekki alltaf gaman að vera frægur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: ViceRoy

Það fólk sem segir að hann verði einfaldlega að skýra sitt mál, mætti nú bara hugsa til sinnar eigin vinnu. Þ.e. þegar það hringir inn og segir að það verði að taka sér frídag vegna persónulegra mála, og vinnuveitandinn segði að hann fengi hann ekki nema hann skýrði frá því hvaða persónulegu mál þetta séu.... Held menn væru nú ekki hrifnir af því, svo það fólk ætti einfaldlega að líta í eigin barm.

ViceRoy, 18.11.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála. Ég held líka að við væntum of mikils af stráknum. Nefna má sem dæmi, að Arsenal hefur blómstrað þegar stórstjarnan, Henry, fór. Þá efldust hinir, sem áður hugsuðu bara um að gefa á >Henry sem síðan myndi redda þessu. Ég held að innst inni séu margir með svipað viðhorf gagnvart Smáranum.


Ég held að þetta sé bara hið besta mál, hann þarf að átta sig stundum eins og aðrir.

Snorri Bergz, 18.11.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gott að við erum allir sammála um þetta. Mér finnst sumir ætlast til of mikils af Eið og eða ætlast til þess að hann eigi sér ekkert líf, það sé allt tengt honum sameign þjóðarinnar, bæði einkalíf sem og atvinnumennskan. Hann segir að persónuleg mál ráði för og þá á hann að fá sitt svigrúm.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2007 kl. 18:13

6 identicon

Hver er tad sem ekki tarf ad vinna í sínum málum annad slagid?????

Leifum Eidi mínum manni ad njóta sömu réttinda og vid hin...Finnst ykkur ekki?

Gudrún (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:35

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fínt komment Guðrún. Alveg sammála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.11.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband