Sjónlistaverðlaunin kynnt

Halldór, Kristján, Þorgerður Katrín og Sigrún Björk

Sjónlistaverðlaun verða veitt árlega frá og með árinu í ár. Í dag kynnti Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður menningarmálanefndar, þau markmið sem liggja til grundvallar verðlaununum. Sex listamenn hafa verið tilnefndir til verðlaunanna, þrír fyrir myndlist: þær Hildur Bjarnadóttir, Katrín Sigurðardóttir, Margrét H. Blöndal og þrír fyrir hönnun, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir auk Margrétar Harðardóttur og Steve Christer (Studio Granda). Í haust munu tvo þeirra hljóta há peningaverðlaun auk Sjónlistarorðunnar 2006.

Á kynningarfundinum voru ráðherrarnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Halldór Blöndal alþingismaður, Ingi Björnsson útibússtjóri GLITNIS og margir fleiri. Þessi góða mynd var tekin af Halldóri, Kristjáni Þór, Þorgerði Katrínu og Sigrúnu Björk við þetta tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband