Hvað er að gerast í samfélaginu?

Það er ekki nema von að fólk spyrji sig að því hvað sé eiginlega að gerast þegar að maður leggur til vinnufélaga síns með hnífi, vill ráða honum bana. Sannarlega árás með kuldalegum hætti. Það er eiginlega ekki undrunarefni að maður hugsi við að lesa svona fréttir á hvaða leið samfélagið okkar sé eiginlega. Er virðingarleysið orðið algjört? Því miður er ekki hægt annað en hugsa á þeim forsendum. Hvers vegna gerist svona nokkuð nema að eitthvað stórlega sé að. Þetta er grimmd og mannvonska af verstu sort. Það þarf svosem ekkert að rökstyðja það frekar.

Svona fréttir eru napur vitnisburður þess hvernig samfélagið er orðið að mörgu leyti. Það er vond þróun sem birtist í svona tíðindum allavega.

mbl.is Lagði til vinnufélaga síns með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Kolbrún. Margt að svosem, því verður ekki neitað. Það er allavega pottur brotinn í samfélaginu þegar að fólk er farið að stinga vinnufélaga sína svo brútalt sem þarna var.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.11.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband