16 ára ræningjar í reykvískum söluturni

Það er frekar sláandi að heyra að ræningjarnir í reykvíska söluturninum hafi allir verið aðeins sextán ára gamlir, fæddir árið 1991, sem sagt nýbúnir að ljúka tíunda bekk í grunnskóla. Þeir voru vopnaðir exi og kylfu og voru með grímu yfir andlitinu - ræningjar að alþjóðlegri fyrirmynd. Það er mikið á sig lagt greinilega til að komast yfir peninga, eitthvað um eða yfir áttatíu þúsund, og einhvern slatta af sígarettum. Það var ránsfengurinn ef marka má fréttir.

Það er frekar nöpur staðreynd að sextán ára strákar séu farnir að stunda vopnuð rán, með bandarískri fyrirmynd kvikmynda og hinna ótalmörgu ribbaldasjónvarpsþátta, til þess eins að fá pening og tóbak. Veit ekki á hvaða leið við erum. Vandamálin í samfélaginu okkar eru mörg og skuggahliðarnar verða sífellt sýnilegri. Þegar að fylgst er með fréttum af vopnuðum ránum og hnífstungum á vinnustað er spurt á hvaða leið við séum.

Erum við kannski á góðri leið með að verða eins og þrjú hundruð þúsund manna samfélag í úthverfi bandarískrar stórborgar?


mbl.is Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömurlegt líf hjá mörgum unglingnum.  Fólk verður að fara að hugsa sinn gang með börn og unglinga.  En sem betur fer er meirihlutinn í góðum málum.  Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 23:16

2 identicon

Ástæðan fyrir því að við höfum hérna "mini útgáfu" af Bandaríkjunum er tilhneiging stjórnmálamanna til þess að herma eftir Bandaríkjunum og öðrum vestrænum þjóðum.... að vera meðal "siðmenntra þjóða" er klassísk lína. En sem betur fer hermum við eftir þeim á hóflegan hátt (sem útskýrir af hverju við erum að fá sömu neikvæðar hliðar en ekki jafn grófar). T.d. er algengt í Bna að þjófarnir taki fólk af lífi vegna þess að þeir hafa engu að tapa, vita af því að það eru mjög harðar refsingar við þessu. Ég held að fíkniefnastríðið sé ástæða  1, 2 og 3 fyrir því hvernig ástandið er þar í dag. Fólk veit alveg að þetta er eitthvað miklu stærra heldur en bara neyslustýring, latino og svertingjahverfi eru lögð í einelti á meðan þotuliðið getur haft sitt kókaín í friði. En já rétt eins og hjá Bandaríkjamönnum að þá erum við að margfalda verð á fíkniefnum með því að banna þau, ásamt því að móta umhverfi sem er gott fyrir svarta starfsemi glæpasamtaka. Algengasta ástæðan fyrir vopnuðum ránum hér á landi er fjármögnun á neyslu eða borga skuldir til handrukkara.

Nikótín er meira ávanabindandi heldur en meirihluti ólöglegra fíkniefna en samt sem áður hefur okkur á vesturlöndum minnkað neysluna gífurlega með forvarnarstarfi á meðan neysla á ólöglegum efnum hefur staðið í stað eða aukist. Einnig er hef ég aldrei heyrt um reykingafólk sem fjármagnar neysluna í gegnum handrukkara eða rænir fyrir næsta skammti. Eins og ég hef oft sagt áður að þá er munurinn ekki í efnunum heldur í löggjöfinni, löggleiðing er besta leiðin til þess að minnka glæpaþróunina og koma á raunverulegum breytingum. Því miður er rétthugsunin svo mikil að flestir stjórnmálamenn þora ekki einu sinni að íhuga þessa leið. En til þess að slá á svartsýnina að þá þyrftu að vera allavega 10 manndráp á ári með skotvopnum til þess að vera hlutfallslega í sömu stöðu og Bandaríkjamenn. Fyrir stuttu heyrði ég hugtakið "zero tolerence" nefnt (mætti halda að lögreglumenn og pólitíkusar fái sendan bæklinga um frá Bna)  og því óttast ég að við stefnum í þessa átt þó að við séum kannski 20 árum á eftir.

Geiri (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Hin Hliðin

Já endilega, lögleiðum fíkniefni og gerum þau aðgengilegri, það verður allt svo miklu auðveldara þá.

Það má vel vera að nikótín sé meira ávanabindandi en mörg önnur fíkniefni en reykingamenn verða samt ekki út úr skakkir á að reykja sígarettur er það?  Þú getur keyrt bíl örygglega þó þú hafur troðið í vörina er það ekki?  Íslenskt neftóbak í nös gerir þig ekki veruleikafirrtan.

Fífl.

Hin Hliðin, 19.11.2007 kl. 00:13

4 identicon

Var einmitt að pæla í þessu..........banna reykingamönnum að keyra bíla, það

myndi öruglega leysa umferðar og bílastæðavandann 

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 01:48

5 identicon

Áhrif á aðra segirðu...

Áfengi er nefnilega mjög ofarlega þegar kemur að því, allavega í topp 3. T.d. er það á toppnum þegar kemur að áhrifum á árásarhneigð, sum örvandi efni eru svipuð en það er allavega ekkert sem er mikið verra. Áfengisneysla ein og sér tvöfaldar ofbeldistíðnina í landinu. Er það þá áhrif á aðra sem skiptir máli en ekki eigin skaðsemi? Flott þá fæ ég bara aðra niðurstöðu: Bönnum áfengi og lögleiðum E-pillur.

Kynna sér málið betur, það er ekki nóg að fá bara nokkra punkta frá áróðri yfirvalda í skólanum.

Geiri (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 02:33

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Eina fíflið hér ert þú Hin Hliðin, blessaður stingdu hausnum aftur oní jörðina og þá sérðu ekki vandamálið, ef það er vandamál þá skal það bara bannað ! í staðinn fyrir að hafa þetta uppá yfirborðinu. Það er EKKI hægt og verður EKKI hægt að útrýma fíkniefni, ertu kannski að spá í "fíkniefnalaust Ísland 2010" ? láttu þig dreyma, já og eða vændi(sem var leyft síðast þegar ég vissi). Þegar það er eftirspurn eftir svona hjá fólki, þá fær það sér svona, ætlar þú að breita fólki sem kýs hvernig það vill lifa sínu lífi ? er það þá ekki brot á friðhelgi einkalífs ? Það mætti halda að hér á landi væri rekin kommúnistastefna, þið gerið það sem ykkur er sagt eða hafið verra af, EN sumt fólk kýs að lifa svona lífi. Með því að hrða þetta verður sprenging á markaðinum, efnin hækka og hækka og á endanum er enginn óhultur vegna þess að þetta er DÝRT ef það er erfitt að nálgast það og þá sérðu það í hendi þér hvernig það er fjármagnað ...

Því miður getur Ríkið ekki stjórnað öllum þegnum, sama hvað hver segir, ef það langar í svona, þá fær það sér svona og hvorki þú eða neinn annar getið upprætt það, það fer bara fram neðanjarðar, hvenær ætlar fólk að fatta það ? þvílikur fíflagangur og þvættingur í einum aðila ! Þegar bjórinn var bannaður, hætti fólk að drekka bjór ? þvílík og önnur eins þvæla er í fólki, er það virkilega svo að fólk vill láta þetta hverfa oní undirheimana þar sem heimurinn er MUN svartari og vægðarlausari ? þetta vekur upp spurningar eins og t.d "Á Íslandi eru enginn fíkniefni" ætli þetta verði í einhverjum fréttum ? Hvað næst ? banna tóbak og vín ? hvar endar þessi forræðishyggjuheimska ?

Að lokum þá vill ég benda á að ég er í hvorugu þessu, og ég skipti mér ekki af því sem mér kemur ekki við hvað aðrir vilja gera við sitt líf, en eitt er alveg á tæru að enginn stjórnar því nema það sjálft.

Sævar Einarsson, 19.11.2007 kl. 02:44

7 Smámynd: Hin Hliðin

Er það brot á friðhelgi einkalífs að banna fólki að neyta fíkniefna?

Þetta viðhorf segir allt sem segja þarf.

Hin Hliðin, 19.11.2007 kl. 07:33

8 identicon

Sævar: Gaman að heyra þetta frá einhverjum sem er í hvorugu enda er þetta spurning um (frelsis)hugsjón en ekki bara fólk sem vill aðgengi að efnunum. Ég reyndar viðurkenni að ég hef verið í hóflegri neyslu, ætla ekkert að ljúga um það. En alltaf fær maður stimpilinn að maður sé bara fíkill og kominn með brenglaða hugsun. Aftur dæmi um þröngsýn viðhorf fólks, ég drekk áfengi en fæ yfirleitt að tjá mig um það án þess að vera stimplaður alki.

Ég veit vel að það er ekkert vandamál að redda ólöglegum efnum, hinsvegar er leiðinlegt að maður sé að styrkja undirheimana og einnig að áhættan sé margfalt meiri en ef sömu efni væru framleidd með löglegum hætti. Stækkandi undirheimar + léleg framleiðsla eru svo stór vandamál að ég held að það yrði sambærilegt eða skárra þó að neysla myndi tvöfaldast eftir lögleiðingu.  

Geiri (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:42

9 identicon

Hin hliðin ég er ekki alveg að skilja þetta fáránlega comment hjá þér.. Þegar við lögleiddum áfengi var það til þess að hjálpa börnunum okkar að redda því eða gera það algengilegra fyrir krakkana okkar vegna þess að það er skaðlaust ?

Nei það er útaf því að við komumst að því að afleiðingar áfengisbannsins voru verri en afleiðingar áfengisins. Það nákvæmlega sama má segja um fíkniefnastríðið. Lang flest ólögleg fíkniefni stofna ekki samfélaginu í neina hættu, það er löggjöfin sem gerir það.

Kynntu þér málið hin hliðin áður en byrjar að bulla næst... 15.000 bandaríkjamenn deyja á hverju ári úr neyslu ólöglegra fíkniefna, á meðan 20.000 deyja úr neyslu löglegra. 100.000 úr neyslu áfengis og 400.000 úr neyslu tóbaks, 500 úr "overdoze" af asperin og síðustu 4.000ár hefur enginn dáið úr neyslu kannabisefna.(síðast þegar ég gáði)

stebbi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:28

10 Smámynd: Hin Hliðin

Það að það fleiri drepist árlega vegna neyslu tóbaks réttlætir ekki fyrir mér neyslu annara fíkniefna enda er þetta ekki rökréttur samanburður þar sem það reykja mun fleiri tóbak en nota önnur fíkniefni.

Í Amsterdam er hægt að ganga inn í sérstök kaffihús og kaupa sér hass.  Þegar ég var í Amsterdam gat ég ekki gengið í 10 mínútur án þess að einhver kæmi upp að mér til að bjóða mér hass.  Þó að efnið sé löglegt þá er samt töluvert mikið um undirheimasölu á því.

Ég held að það hafi einhver gleymt að segja þeim að með lögleiðingu mundi þetta hverfa úr undirheimunum.

Hin Hliðin, 19.11.2007 kl. 13:48

11 identicon

Það mundi líka enginn heilvita maður kaupa efni af dópsala á götunni þegar hann getur gengið í kaffihús..(nema húsin séu lokuð þá)

Þó að það sé undirheimasala ennþá þarna þá gengur hún mjög illa upp þar sem fólk getur farið inná kaffihús, þá lifa ekki heilu glæpastarfemirnar og terroristar ekki á gróðanum (eins og í kolumbiu og miðausturlöndunum)

En þér finnst semsagt í lagi að ríkið ákveði fyrir fólk hvaða fíkniefni eru í lagi og hvað er ekki ? Getur kallað mig það sem þú vilt en ég flokka það undir fasisma.

stebbi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:24

12 identicon

"Ég held að það hafi einhver gleymt að segja þeim að með lögleiðingu mundi þetta hverfa úr undirheimunum."

Já ef fíkniefnasala yrði gerð frjáls... Þó að þessi kaffihús séu leyfð að þá eru þeir langt frá því að hafa frelsi í þessum málaflokki. Ímyndaðu þér ef drykkja hér á landi yrði eingöngu leyfð á kaffihúsum, landasala myndi margfaldast. 

Að fleiri reyki tóbak og drekki afsakar ekki þetta háa hlutfall dauðsfalla, þau eru nefnilega einnig HLUTFALLSLEGA að drepa fleiri en mörg ólögleg efni. T.d. eru 50x meiri líkur á að áfengisneitandi láti lífið af neyslunni heldur en þeir sem eru í E-pillum. Það er efnafræðileg staðreynd að bæði áfengi og tóbak eru yfir meðaltali þegar kemur að skaðsemi/fíkn allra vímuefna.

Bandaríkjamenn hófu fíkniefnastríðið á röngum forsendum... Kynþáttahatur, fáfræði og ofsóknaræði var það sem kom því af stað. Þar sem tóbak og áfengi voru orðin vinsæl fíkniefni hjá hvíta manninum þá var ekki farið í stríð gegn þeim, en það angraði hvíta fólkið að fólk úr suður-Ameríku væri að koma með cannabis og gefa svertingjum. 

Það er sorglegt að þessi stefna er nú að verða alþjóðleg og ennþá byggð á sömu fáfræðinni. 

Geiri (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband