Nýr meirihluti tekur viđ á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir

Meirihluti Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar tók viđ völdum í bćjarstjórn Akureyrar í dag á fyrsta fundi sínum á kjörtímabilinu. Fundurinn var líflegur og voru skiptar skođanir uppi á málefnasamningi meirihlutaflokkanna og fóru fulltrúar minnihlutans: Jóhannes G. Bjarnason, Baldvin H. Sigurđsson og Kristín Sigfúsdóttir yfir skođanir sínar í ítarlegu máli og voru um margt mjög ósátt og nefndu ţar til fjölda atriđa. Ţađ er svosem eđlilegt og ekkert nýtt ađ minnihluti sé ósáttur viđ meirihlutann. Ţađ eru eđli stjórnmála. Starfsaldursforseti, Oddur Helgi Halldórsson, stýrđi fundi framan af enda sá bćjarfulltrúi sem lengst hefur ţar setiđ, eđa seinustu 9 árin. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bćjarfulltrúi okkar sjálfstćđismanna, var síđan kjörin forseti bćjarstjórnar og tekur hún viđ af Ţóru Ákadóttur sem var forseti frá árinu 2002. Ég vil óska Sigrúnu Björk innilega til hamingju međ forsetatignina.

Kristján Ţór Júlíusson var endurráđinn bćjarstjóri á fundinum. Hann hefur nú veriđ bćjarstjóri á Akureyri samfellt í heil átta ár og er níundi bćjarstjórinn í sögu Akureyrarbćjar. Hann hefur nú gegnt embćttinu lengst frá ţví ađ Helgi M. Bergs var bćjarstjóri hér í áratug, 1976-1986. Tveir ađrir, Magnús Guđjónsson og Bjarni Einarsson, voru bćjarstjórar í níu ár samfellt. Lengst á bćjarstjórastóli í sögu sveitarfélagsins hafa setiđ fyrstu tveir bćjarstjórarnir, ţeir Jón Sveinsson og Steinn Steinsen. Jón sat í 15 ár, 1919-1934, en Steinn sat í heil 24 ár, 1934-1958. Bćjarstjóratal má finna hér. En ţessi fundur var um margt helst formlegur og ađeins fór fram kjör í eina nefnd, bćjarráđ. Hinar nefndir bíđa til nćsta fundar ţann 20. júní. Kjör í bćjarráđ af okkar hálfu hlutu Sigrún Björk Jakobsdóttir og Elín Margrét Hallgrímsdóttir.

Framundan eru vćntanlega lífleg fjögur ár í bćjarstjórn og verđur áhugavert ađ fylgjast međ verkum meirihlutans og ţeim sem leiđa munu sveitarfélagiđ á ţessu kjörtímabili.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband