Sunnudagspistill - 27. ágúst 2006

Stefán Friðrik

Þrjú mál eru í brennidepli í sunnudagspistlinum:

- Í kveðjuræðu sinni sem stjórnmálamaður sagðist Halldór Ásgrímsson telja það hafa verið eitt merkasta verk sitt sem stjórnmálamanns að hafa stuðlað að stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 1995. Í ræðunni kom fram í fyrsta skipti með afgerandi hætti að vinstriflokkarnir hefðu rætt stjórnarmyndun eftir kosningarnar og reynt hefði því á það mynstur en í ellefu ár höfðu flestir talið að aldrei hefði reynt á viðræður um það. Fjalla ég um ellefu ára stjórnarsamstarf flokkanna en það hefur verið mjög farsælt.

- Enn berjast mótmælendur virkjunar við Kárahnjúka á hæl og hnakka gegn henni og draga allt mögulegt sem og ómögulegt til í þeim glataða slag, reynt er nú að veitast að fyrrum iðnaðarráðherra með kostulegu smáatriðatali. Nú þegar líður að verklokum fyrir austan hefur verklag mótmælendanna orðið sífellt örvæntingarfyllra. Nú þegar baráttan virðist nær töpuð er seinustu kröftunum beint að stíflunni við Kárahnjúka og reynt að sá fræjum illinda og efasemda gegn henni með mjög athyglisverðum hætti.

- Akureyrarvaka, menningarhátíð okkar bæjarbúa, fór fram um helgina. Fjalla ég um menningarhátíðina og glæsilega tónleika við lok hátíðarinnar í Listagilinu þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilaði fræg meistaraverk tónlistarsögunnar og fimm söngvarar fóru á kostum með flutningi sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband