Akureyrarvaka

Akureyrarvaka

Um helgina mun menningarlífið á Akureyri blómstra - eins og ávallt er menningarhátíð bæjarins, Akureyrarvaka, haldin þessa seinustu helgi ágústmánaðar. Hátíðin hófst formlega í gærkvöldi í Lystigarðinum í gærkvöldi með ávarpi Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Veitt voru verðlaun fyrir fallegustu garðana í bænum, Lystigarðurinn var upplýstur og fjölbreytt dagskrá víðsvegar um garðinn og hljómsveit Ingu Eydal flutti fjölda laga. Það er jafnan notaleg og rómantísk stemmning í garðinum þetta kvöld í sumarrökkrinu.

Í dag er svo menningardagskrá um bæinn allan og skemmtileg stemmning í miðbænum, naut verður heilgrillað á Ráðhústorgi sem hefur tyrft í tilefni dagsins. Menningarviðburðir verða um allt. Hápunktur Menningarvökunnar eru hiklaust tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í miðbænum kl. 20:00 í kvöld. Þeir fara fram á risasviði sem hefur verið komið upp á milli Hamborgar og Bautans. Þar munu frægir söngvarar flytja með hljómsveitinni frægar óperuaríur og klassísk meistaraverk. Sannkölluð menningarveisla sem ég ætla ekki að missa af.

Miðbærinn mun blómstra af menningu í dag. Akureyrarvakan er frábært framtak sem komið er til að vera - óviðjafnanlegur óður til menningar í bænum. Vona ég að aðrir Akureyringar njóti menningar og skemmtilegrar hátíðar um helgina.

Dagskrá Akureyrarvöku 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband