Casablanca

Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í Casablanca

Horfði í gærkvöldi á úrvalsmyndina Casablanca sem hlotið hefur sæmdartitilinn besta kvikmynd 20. aldarinnar. Í henni er sögð sagan af kaffihúsaeigandanum Rick Blaine í Casablanca í Marokkó í seinni heimsstyrjöldinni og ævintýrum hans. Af öllum búllum í öllum heiminum verður gamla kærastan hans endilega að stíga fæti sínum inn á staðinn hans með ástvini sínum, foringja í frönsku andspyrnuhreyfingunni sem er á flótta undan nasistum, og þá hefst óvænt og stórskemmtileg atburðarás. Humphrey Bogart er hér í sínu frægasta hlutverki og Ingrid Bergman fer einnig á kostum í hlutverki Ilsu. Claude Rains á stórleik í hlutverki Louis Renault og fléttar húmor vel saman við alvöruna og Paul Henreid skilar sínu vel á lágstemmdum nótum.

Casablanca er sú kvikmynd sem ég met mest. Hún verður alltaf meira heillandi eftir því sem árin líða og atriðin í henni þess þá meira heillandi. Mörg þeirra eru og verða alla tíð klassísk. Ég hvet alla sem ekki hafa séð þessa úrvalsmynd að drífa í því hið snarasta. Allir verða nefnilega að sjá þetta meistarastykki kvikmyndasögunnar a.m.k. einu sinni. Gæti orðið "upphafið að fallegri og einstakri vináttu". Það var það svo sannarlega í mínu tilfelli.

Í kvikmyndinni Casablanca er eitt af fallegustu kvikmyndalögum sögunnar, As Time Goes By, einfalt og fallegt lag um tilfinningar og ástríðu sem hitti í mark á sínum tíma og heillaði kvikmyndaunnendur um allan heim. Þeir sem vilja hlusta á lagið geta farið á plássið mitt á MySpace.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband