Sögupistill - fjölmiðlamálið anno 2004

Davíð Oddsson

Í sögupistli mínum á sus.is í dag fjalla ég um fjölmiðlamálið anno 2004. Óhætt er að fullyrða að fáum hafi órað fyrir við upphaf ársins 2004 að það yrði eitt heitasta pólitíska ár seinni tíma, en sú varð raunin. Við lok ársins 2003 mátti sjá upphaf þess máls sem síðar varð umdeildasta mál ársins og er jafnframt eitt umdeildasta mál stjórnmálasögu landsins á seinustu áratugum. Tekist var á um fjölmiðlamálið á Alþingi og í samfélaginu á árinu 2004 og átökin náðu hápunkti þegar að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum um staðfestingu sína í júníbyrjun 2004. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru áberandi í málinu og tekist var á milli forseta og ríkisstjórnar bæði fyrir opnum tjöldum og enn meir á bakvið tjöldin.

Eftir stendur að fjölmiðlamálið er sögulega séð eftirminnilegt mál. Þar var synjunarvaldi forseta Íslands beitt í fyrsta skipti og sögulegar deilur urðu milli þingsins og forsetans. Þetta mál verður væntanlega lengi í minnum haft og hver hefur sína skoðun á öllum hliðum þess. Það verður væntanlega heitasta pólitíska deilumál þessa áratugar og svo mikið er víst að allir sem upplifðu sumarið 2004 í íslenskum stjórnmálum fundu hita og átök, þetta var hitasumar í stjórnmálum sem seint gleymist. Þar var tekist á af hörku sem á sér fá fordæmi í lýðveldissögunni og aðeins EES-málið hefur verið lengur rætt í þingsölum. Þetta var hitamál svo sannarlega. Bendi fólki á að lesa pistilinn á vef SUS.

Eftir viku verður fjallað um stjórnarslitin 1988 þegar að slitnaði upp úr ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, þáv. formanns Sjálfstæðisflokksins, en í henni voru Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Endalok stjórnarinnar voru söguleg og verður áhugavert að fara yfir það mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband