Nafna Snæbjörns í Smáís hótað öllu illu

Snæbjörn Steingrímsson Það er ekki vinsælt að heita Snæbjörn Steingrímsson á Íslandi í dag, en óhætt er að segja að Snæbjörn í Smáís sé hreinlega hataður meðal landsmanna vegna baráttunnar gegn torrent.is. Það hefur sautján ára alnafni hans fundið fyrir, en talað er í fjölmiðlum í dag við Snæbjörn Sigurð Steingrímsson, saklausan skólastrák í Grafarvogi sem hefur fengið svipu landsmanna illilega á sig vegna nafnsins.

Snæbjörn Sigurður er eini maðurinn undir nafni framkvæmdastjórans í Smáís sem hefur skráð símanúmer og nú dælist yfir greyið strákinn í Grafarvoginum haturssímskilaboð og símhringingar daginn út og inn. Meira að segja hafa síður á netinu auglýst símanúmer stráksins til að hægt sé að senda honum skilaboð og hóta honum.

Þetta er nú hálfgerð grimmd og fyrir neðan allar hellur. Ömurlegt fyrir strákgreyið að upplifa. Það þarf varla að koma að óvörum að hann sé að hugsa um að skipta um númer eða kannski að fá sér leyninúmer eins og nafni hans í Smáís.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Gunnlaugsson

Þetta er svo sorglegt! Íslendingar eru stundum ekki heilir á geði. Alveg magnað hvað hægt er að komast upp með á netinu!

Guðmundur Gunnlaugsson, 21.11.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Guðmundur. Þetta er alveg skuggalegt. Fólk greinilega sendir hatursskilaboð til saklauss fólks án þess að kynna sér neitt hvort það er að senda það á rétta einstaklinginn. Frekar dapurlegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.11.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér finnst nú ekki skipta öllu máli hvort hringt var í rétta manneskju, hatursskilaboð eiga engan veginn rétt á sér og ég myndi vilja sjá lögregluna fara í þetta mál.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 21.11.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvort tveggja er alvarlegt. Það er mjög vont mál þegar að hótanir berast einhverjum vegna þess að hann ber sama nafn og annar maður, sem átti að hóta. Sumt fólk hugsar ekki áður en það sendir hvort það sé til rétta mannsins. En hótanir eru í heildina alvarlegt mál og ég vona að fólk skilji ekki færsluna á þann veg að það sé í lagi að hóta öðrum frekar en hinum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.11.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband