Google fellur fyrir Dalvík

Dalvík Það er ánægjulegt að sjá að starfsmaðurinn Dan hjá netrisanum Google hafi fallið fyrir Dalvík með svo tilþrifamiklum hætti að hann ætli sér að nefna hugbúnað hjá Google í höfuðið á fiskibænum mikla. Það væri gaman að vita hvenær að Dan kom eiginlega til Dalvíkur og hvað hann hafi skoðað þar fyrst hrifningin er svona mikil. En annars vitum við öll sem höfum búið á Dalvík og verið þar að staðurinn er yndislegur.

Ég held að Svanfríður bæjarstjóri ætti að taka sig til og bjóða Dan Dalvíkurvini aftur í bæinn, helst auðvitað á fiskidaginn mikla í ágúst á næsta ári. Varla verður vandamál að dekstra vel við þennan mikla vin Dalvíkur og ég efast ekki um að Júlli Júll og hans fiskidagsteymi geti gert góðan viðburð úr því, þar sem fjallað verði um Dalvíkursíðuna á Google.

Þarna sést eiginlega hvað við hérna á Íslandi eigum mörg góð tækifæri, fyrst að við séum farin að láta að okkur kveða á Google eru okkur býsna margir vegir færir.

mbl.is Dan hjá Google elskar Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Dalvík er góður staður.
Þess má geta að margt er að finna á heimasíðu google um Dalvík ef vel er leitað.
Hugsanlega er þessi mikli fróðleikur á google um Dalvík kominn vegna áhuga Dan's um þennan annars fallega stað.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

og þá má einnig geta þess að Dalvík sést mjög vel í google-earth, mjög skýr myndin af bænum.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Já, Dalvík er yndislegur staður. Virkilega gaman að sjá hann úr Google-Earth Sandra.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband