Róbert Marshall biðlar til "kæra Jóns"

Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein Róberts Marshalls, forstöðumanns NFS, þar sem hann biðlar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda 365-miðla, um að þyrma lífi NFS. Mikið hefur verið rætt um það síðustu vikurnar að NFS verði lokað, enda hafi hún ekki staðið undir væntingum um áhorf og auglýsingasölu. Það er greinilega komið að örlagastund NFS og heyrst hefur að það ráðist nú eftir helgina hvað verður. Það mun mikið panikk hafa verið meðal starfsmanna NFS, bæði vegna þess að lítið var miðlað um upplýsingar til þeirra um stöðuna og að ekki eigi að veita stöðinni meiri séns.

Í greininni fer Róbert yfir sína hlið málsins og talar með býsna opinskáum hætti og notar merkilega leið til þess að ná til eigendanna í opnu bréfi til þeirra sem fara með peningavöld og ráða för. Mikla athygli vekur í greininni að Róbert talar um að Jón Ásgeir ráði þessu öllu. Orðalagið vekur athygli fólks, enda er þarna biðlað af miklum sannfæringarkrafti fyrir því að þyrma stöðinni. Það er greinilega komin upp gríðarleg taugaveiklun yfir stöðinni, enda vita ekki einu sinni yfirmenn NFS greinilega hvort þeir verða atvinnulausir eða fréttastjórnendur í vikulok.

Þetta er merkileg staða. Það er ekki undarlegt að menn pæli yfir því að lesa svona vælugreinar til atvinnurekanda sinna yfir morgunkaffinu á venjulegum mánudegi.
mbl.is Biður um tvö ár fyrir NFS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband