Óskiljanlegt framboð kynnt á erlendri grundu



Skv. því sem fréttir herma er Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og framsóknarvalkyrja með meiru, nú á leiðinni úr landi og alla leiðina til New York til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Sýnist að aðaltilgangur hennar verði að reyna að sleikja upp sem flesta erlenda diplómata og utanríkisráðherra stórþjóðanna til að reyna að prómótera upp framboð Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en við erum að reyna að fikra okkur inn í þann kostulega félagsskap og ætlum okkur að reyna að vera þar árin 2009-2010. Hvorki meira né minna.

Einhver myndi nú segja að bjartsýnin ætti sér engin takmörk að berjast fyrir þessu. Sjálfur hef ég alla tíð verið afskaplega andvígur þessari málafylgju að ætla að fara þarna inn og undrast satt best að segja þann kraft og kostnað sem á að dæla til þessa verkefnis. Veit ekki hvernig að utanríkisráðherranum Valgerði Sverrisdóttur muni ganga við þessa kynningu. Ég held að þetta muni verða okkur þungur róður, enda ekki við neina aukvisa að eiga. Sjálfur hef ég fyrst og fremst aldrei skilið þessa draumóra að halda út í þetta og hef alltaf viljað henda þessu fyrir róða.

Svo verður væntanlega ekki. Þetta er víst eitt af því sem að Halldór Ásgrímsson fann upp á í sinni utanríkisráðherratíð og var látið eftir honum. Davíð Oddsson átti að slátra þessari hugmynd þegar að hann var utanríkisráðherra og það var frekar dapurlegt að Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki af skarið þegar að gerlegt var að bakka frá þessu á hentugum og diplómatískt kórréttum tíma. En svo fór sem fór. Hef svo oft farið yfir mínar skoðanir að flestir ættu að vita hvað ég er að fjalla um og hvaða skoðanir ég er að vísa til.

Þeim sem eru ekki vissir um þessi mál og afstöðu mína bendi ég á gamlan og góðan pistil frá því í febrúar 2005, þegar að við áttum að bakka frá þessari þvælu. En gangi Valgerði vel að prómótera sig úti í NY. Ég er hræddur um að þetta verði henni þungur róður og lítt áhugavert að vera í hennar sporum vafrandi á milli diplómata og utanríkispostula ýmissa misvitra þjóða.


mbl.is Utanríkisráðherra kynnir framboð Íslands í öryggisráð SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband