Sálfræðilegar flækjur lífsins

Þær eru margar athyglisverðar smáu fréttirnar í litrófi mannlífsins um allan heim. Ein þeirra er af þessari bandarísku stelpu sem hafði um fimm kíló af hári í maganum. Það er alveg skelfilegt þegar að sálfræðilegar flækjur fólks koma fram með þeim hætti að það valdi sér skaða og eða geri eitthvað til að pína sig. Fyrir okkur sem lifum hinn venjulega hversdagslega dag er alltaf sláandi að lesa svona fréttir og heyra af erfiðleikum fólks koma fram með ólíkum hætti.

Þessi stelpa er eflaust ekkert einstakt tilfelli, en hún verður það þó fyrir okkur sem lesum þessa frétt. Það er það versta að margir sem þjást af sálfræðilegum erfiðleikum hafa ekki styrk og kraft til að leita aðstoðar við vanda sínum, þó fullorðið sé orðið. Það er gott að tekist hafi að hjálpa þessari stelpu.

mbl.is Með 4,5 kílóa hárvöndul í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

 Eða sálfræðilegar hárflækjur 

Sporðdrekinn, 23.11.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já það er svo margt að....

Jónína Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 06:43

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sporðdrekinn: Já, það var reyndar húmorinn í titlinum. Gott að þú skildir hann. :)

Jónína: Já, því miður lifum við ekki í fullkomnum heimi. Vonandi getur fólk þó allavega leitað sér hjálpar. Það á ekki að byrgja flækjurnar innra með sér eins og þessi stelpa gerði svo lengi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband