Bjarni farinn í fýlu og stingur af frá REI

Bjarni Ármannsson Það kemur ekki að óvörum að Bjarni Ármannsson sé að yfirgefa REI og losa um hlut sinn í félaginu. Öll teikn þess hafa verið á lofti síðustu vikurnar vegna pólitísks óróa í Reykjavík vegna Orkuveitunnar. Það hefur þó blasað við öllum alla tíð að Bjarni hefur mun frekar hugsað um sjálfan sig í þessum hasar en almenning. Honum voru tryggð vænleg kjör strax í upphafi og eflaust er það hentugast fyrir hann persónulega að losa um þann hlut á þessari stundu. Eins og flestir vita fékk hann toppdíl við að taka á sig þetta verkefni og fékk sannkallaðan draumasamning.

Mér finnst ímynd Bjarna hafa skaðast mikið í þessu REI-máli. Meðan að hann leiddi Kaupþing, Fjárfestingabankann, Íslandsbanka og að lokum Glitni þótti hann heiðarlegur og grandvar viðskiptamaður sem virkaði eins og táknmynd hins heiðarlega. Í hinu pólitíska feni REI-málsins hefur ímynd hans markast með öðrum hætti en áður og fólk sér hann sem táknmynd auðvalds sem hugsar ekki um hag almennings en þess þá frekar um eigin hag númer eitt, tvö og þrjú. Það eru vissulega dapurleg örlög fyrir Bjarna að hafa flækst í þessu erfiða máli en ímynd hans hefur skaðast á því.

Kannski er þar með eðlilegt að hann flýi af velli. En það verður umdeilt að hann græðist svo mjög á málinu, tel ég. Hann græðir enda mjög talsvert á þeim viðskiptum sem fylgja sölunni. Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að samningar við Bjarna um kauphlut og fleiri þætti voru til algjörrar skammar fyrir þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og ákvarðanir á öllum stigum málsins mjög vondar. Þar inn í hljóta að teljast kaupréttarsamningarnir og allar sponsurnar á hverju strái sem voru sem dimm mara yfir embættisverkum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar.

Enn bíður almenningur eftir að tekin verði ákvörðun um hvað gerist í þessu langvinna máli. En brotthvarf Bjarna vekur sannarlega athygli á þessum tímapunkti. Hann hefur kannski fengið nóg af því að vera pólitískur örlagavaldur og ætlar að reyna að laga ímynd sína, sem er sködduð eftir.

mbl.is Bjarni Ármannsson selur OR hlut sinn í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála öllu sem þú skrifar hér að ofan nafni. Auðvitað var Bjarni eingöngu að hugsa um eigin hag og gróða frá a-ö í öllum þessu ferli og jú, svo mikið er víst að ímynd hans hefur stórskaðast síðustu vikur. Fólk sér Bjarna eingöngu fyrir sér núna sem grjótharðan bissnesmann sem svífst einskis við að moka undir sig auð og völdum. Reyndar var ég fyrir löngu búinn að sjá i gegn um hann.

Stefán (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð nafni. Já, Bjarni hefur skaðast á þessu. Hann hefur ekki lengur sömu englaímyndina og áður.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já fólk er gráðugt!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.11.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband