Bókaskrif Möggu Frímanns

Margrét Frímannsdóttir

Ég sá á netinu í morgun ađ Margrét Frímannsdóttir, alţingismađur, er ađ fara ađ gefa út ćvisögu sína. Ég held ađ ţađ verđi virkilega áhugaverđ bók fyrir stjórnmálaáhugamenn. Stjórnmálasaga Margrétar er samofin sögu vinstriflokkanna síđustu tvo áratugina, bćđi hvađ varđar vonbrigđi viđ langa stjórnarandstöđusetu og ennfremur merka sögu viđ ađ koma vinstriöflum, sundruđum sem standandi öflum, saman í eina sćng. Margrét, sem nú hefur tilkynnt ađ hún sé ađ hćtta í pólitík, hefur enda nokkuđ ítarlega og merka sögu ađ segja, sem ég allavega hef áhuga á ađ lesa og mun vćntanlega fara yfir hana fyrir ţessi jólin.

Sérstaklega verđur áhugavert ađ lesa um formannskjöriđ í Alţýđubandalaginu áriđ 1995, ţegar ađ Margrét var kjörin eftirmađur Ólafs Ragnars Grímssonar, síđar forseta Íslands, á formannsstóli Alţýđubandalagsins. Sigur hennar yfir Steingrími J. Sigfússyni, ţáv. varaformanni flokksins, var mjög sögulegur. Ekki ađeins varđ Margrét međ ţví fyrsta konan á formannsstóli gömlu fjórflokkanna heldur ţótti merkilegt ađ hún gćti sigrađ Steingrím J. Sigurinn varđ ţó súrsćtur fyrir hana og hún varđ síđar ađ horfa upp á flokkinn brotna hćgt og rólega og lauk vćringum ţeirra tveggja síđar međ ţví ađ Steingrímur og armur hans í flokknum yfirgáfu hann.

Margrét Frímannsdóttir var talsmađur Samfylkingarinnar í alţingiskosningunum 1999, fyrstu kosningum Samfylkingarinnar. Ţá reyndar var flokkurinn sem slíkur ekki til, enda var ţetta bara kosningabandalag flokkanna, en VG hafđi ţá veriđ stofnuđ undir forystu Steingríms J. Sigur vinstriaflanna varđ ekki stađreynd í ţessum kosningum. En ţađ var merkileg saga sem átti sér stađ í kosningunum 1999 og mér telst til ađ Margrét hafi veriđ fyrsta konan sem leiddi alvöruafl, stórt afl, í ţingkosningum. Sú saga hefur ekki enn veriđ rituđ og vćntanlega mun Margrét segja hana međ ţeim ţunga sem hún telur rétt.

Fyrst og fremst verđur áhugavert ađ lesa um formannskjöriđ 1995. Ţađ var mikill átakapunktur á vinstrivćngnum. Ţađ var líka í fyrsta skipti sem póstkosning var međal allra flokksmanna um forystu stjórnmálaflokks hér á Íslandi. Ólafur Ragnar barđist fyrir ţví ađ arfleifđ hans myndi halda sér og beitti sér mjög fyrir Margréti, sem var alla tíđ einn nánasti samherji hans í stjórnmálum.

Margt má reyndar segja um Margréti, en hún er fyrst og fremst kjarnakona í stjórnmálum og hefur frá mörgu ađ segja, sérstaklega nú ţegar ađ hún er ađ hćtta í stjórnmálunum. Hún á ađ baki langan feril, sem verđur áhugavert ađ lesa um í frásögn hennar.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband