Verður dagskráin betri á Skjá einum?

Sigríður Margrét Oddsdóttir Það er athyglisverð nálgun hjá Skjá einum að reka starfsmenn sem starfa við innlenda dagskrárgerð og ætla að kaupa hana frekar að utan úr bæ. Vonandi verður dagskráin þar betri við það. Mér hefur fundist dagskráin á Skjá einum dalað allverulega síðustu misserin og hef æ oftar stillt á hana. Fyrstu árin var mikið af fínum þáttum; t.d. er Sirrý var með þáttinn sinn, Fólk, og Egill Helgason með Silfrið þar, svo fátt eitt sé nú nefnt.

Fyrir nokkrum árum var Skjár einn mjög vinsæll valkostur hjá mér, enda þar bæði góðir innlendir þættir sem og ágætis erlendis framhaldsþættir. Oft ansi góð blanda af fínu efni. Innlend dagskrárgerð Skjás eins hefur ekki verið neitt spes síðustu misserin. Sumir þættir eru svosem ágætir, en engin stórmerkileg snilld svosem. Það vantar meiri dýnamík hjá stöðinni eigi hún einfaldlega að halda þeirri stöðu sem hún hefur haft árum saman, verða áfram áberandi í bransanum.

Annars hefði ég svosem ekki trúað því fyrir nokkrum árum er Sigríður Margrét Oddsdóttir vann hér fyrir norðan hjá Gallup og Ráðgarði að hún ætti eftir að enda sem yfirmaður á einni af lykilstöðvunum í íslensku sjónvarpi, verða eftirmaður hins litríka Magnúsar Ragnarssonar. En sú varð nú raunin. Hún virðist þó mun frekar sjá um reksturinn en látið öðrum dagskrárpakkann eftir, enda er hún varla mikill sérfræðingur í þeim efnum.

Skjár einn á sér vonandi gott líf framundan. Hún hefur öðlast sess sem ein af bestu einkareknu sjónvarpsstöðvunum, hefur sess í samfélaginu sem slík. Vonandi mun dagskráin þar batna með þessum hrókeringum og áherslubreytingum, en ekki verða einsleitari og lélegri en nú er.

mbl.is 13 starfsmönnum sagt upp á Skjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er sárastur yfir því að geta ekki lengur horft á Jay Leno og Everybody loves Raimond, ég vona svo sannarlega að Skjár einn taki þá þætti upp að nýju.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 23.11.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála Aubbi. Sé sérstaklega eftir Jay Leno. Það var nú meira floppið hjá þeim að slaufa hann af, var eitt af því fáa á Skjánum sem ég horfði á. Sem dyggur aðdáandi Jay alla tíð vona ég að S1 taki hann aftur til sýninga.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband