Vopnuð ránstilraun á Dominos-stað í Spönginni

Vopnuð ránstilraun var gerð á pizzastað Dominos í Spönginni í kvöld, en hún fór út um þúfur. Talið er að unglingspiltar hafi verið að verki. Innan við vika er liðin frá því að sextán ára piltar rændu söluturn í Reykjavík til þess eins að eiga fyrir ljósakortum og ýmsu öðru. Um var að ræða íbúa í hverfinu, viðskiptavini söluturnsins. Komust piltarnir í Spönginni undan og er þeirra leitað núna. Þeir voru vopnaðir loftbyssu, ef marka má fréttir.

Þessi ránsalda vekur vissulega margar spurningar. Það er nokkuð sláandi staðreynd ef það er að verða trendið að unglingspiltar séu farnir að ræna t.d. söluturna og veitingastaði til að eiga fyrir nauðsynjum, að þeirra mati. Það er sérstaklega vont ef þeir eru vopnaðir að verki og reyna að stæla ræningja í kvikmyndum og þáttum, telja framtíð í slíkum afbrotum.

Það er kannski það besta við þetta að strákarnir sem ætluðu að ræna Dominos höfðu ekkert upp úr krafsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Innan við vika er liðin frá því að sextán ára piltar rændu söluturn í Reykjavík til þess eins að eiga fyrir ljósakortum og ýmsu öðru."

Ég segi nú bara, takk Gillzenegger og Fm957

Diesel (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband