Vinstrisigur ķ Įstralķu - Howard tapar žingsętinu

John Howard Verkamannaflokkurinn hefur sigraš, mjög afgerandi, ķ įströlsku žingkosningunum. John Howard, forsętisrįšherra Įstralķu, hefur meira aš segja tapaš žingsęti sķnu ķ Bennelong ķ Sydney til sjónvarpskonunnar Maxine McKew. Endi hefur žvķ veriš bundinn į ellefu įra valdaferil Howards og frjįlslyndra ķ Įstralķu. Kevin Rudd, hinn fimmtugi leištogi įstralskra jafnašarmanna, veršur nś forsętisrįšherra.

Žessi śrslit eru vęgast sagt hįšugleg endalok į litrķkum stjórnmįlaferli Howards, sem hafši unniš fjórar žingkosningar og var oršinn einn žaulsetnasti forsętisrįšherra Įstralķu. Hann hafši setiš viš völd allt frį sögulegum kosningasigri ķ įrsbyrjun 1996 er hann felldi Paul Keating frį völdum. Hann hafši veriš eins og teflon-mašur alla tķš sķšan og kötturinn meš nķu lķfin į sķnum forsętisrįšherraferli. Howard veršur annar forsętisrįšherrann ķ įstralskri sögu sem missir žingsętiš.

Flestir töldu hann bśinn aš vera ķ ašdraganda kosninganna 2004 en hann vann aš lokum góšan sigur į Mark Latham, sem spįš var forsętisrįšherraembęttinu um langt skeiš. Žį tókst honum aš snśa vörn ķ sókn. Hann sį hinsvegar aldrei til sólar ķ žessari kosningabarįttu. Mjög umdeilt žótti hjį honum aš halda ķ fimmtu kosningarnar, enda žótti flestum tķmi hans vera lišinn sem framlķnustjórnmįlamanns. Hann storkaši žar örlögunum meš sama hętti og hinn žżski Helmut Kohl.

Margir vildu aš hann rżmdi til fyrir Peter Costello, augljósum arftaka hans allan valdaferilinn, frekar en aš sękjast eftir fimmta kjörtķmabilinu. Žaš hefši veriš viršulegri endalok fyrir Howard en žessi slįtrun sem įstralskir hęgrimenn verša fyrir nś. Žessi ólga varš žaš mikil aš Howard tilkynnti aš myndi hann sigra ķ kosningunum yrši rżmt til fyrir arftakanum Costello fljótlega į nęsta kjörtķmabili. Landsmenn voru oršnir hundleišir į Howard og honum hefur nś veriš refsaš harkalega. Litlar lķkur eru annars į aš Peter Costello taki viš frjįlslynda flokknum og fari frekar ķ višskiptaheiminn.

Nś er Kevin Rudd, veršandi forsętisrįšherra Įstralķu, meš öll spil į hendi - hann veršur nś örlagavaldur įstralskra stjórnmįla, hefur fellt Howard af stalli sķnum. Flestir muna eftir athyglisveršu eyrnamergsįti Rudds, en ķ kosningabarįttunni var myndband af žeirri lķtt gešslegu išju hans opinberaš. Žaš hafši engin įhrif, eins og sést į śrslitunum, žó fariš vęri meš žį fregn eins og stórtķšindi.

mbl.is Įstralskir jafnašarmenn lżsa yfir sigri
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband