Eru tölvuleikir stórhættulegir?

Það var áhugavert að lesa frásögn Njáls Harðarsonar af tölvuleikjum og heiminum bakvið þá, í 24 stundum, sem geta leitt til erfiðrar fíknar. Það má deila um hvort sé verra í raun að ánetjast dópheiminum eða innilokuðum heimi tölvuleikjanna. Bæði er vont á sinn hátt. Finnst það gott hjá Njáli að koma fram og segja þessa sögu. Hún á sannarlega erindi við nútímann, enda held ég að það séu mjög margir sem eru háðir tölvuleikjunum.

Eflaust fylgir þessu engin aldursmörk, ef marka má Njál og son hans t.d. Heyrst hefur að krakkar sem eru háðir tölvuleikjum mæti illa í skóla og nái ekki að skila því af sér sem ætlast er til þeirra. Þetta er hættuspil enda getur þetta haft samverkandi þætti sem fara illa með fólk. Allavega er ljóst að Njáll er ekki að segja þessa sögu því honum finnst það skemmtilegt. Þetta er eitthvað sem hefur farið illa með marga og lokað þá hreinlega af frá samfélaginu.

Þegar að ég var unglingur voru tölvuleikirnir að koma, samt ekki af þeim þunga sem nú er. Missti því að mörgu leyti af þessu skeiði. Hef aldrei verið hrifinn af svona leikjum og sleppt því alveg að stúdera þá. En ég hef heyrt af mörgum sem hafa farið illa á þessum heimi. En flestir rata þeir til baka, enda fá þeir hreinlega leið á þessum heimi eftir vissan tíma. Eins gott kannski.

mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn

Ég verð nú að henda inn nokkrum línum er varða þetta mál.

Svo vill til að ég á einmitt við sama "vandamál" að stríða þegar kemur að því að fara úr einni fíkn í aðra. Ég hef verið viðloðandi tölvuleiki síðan ég var ungur drengur og það varð ekki fyrr en löngu síðar sem þetta var skilgreint sem einhver geðveila.

Það er alltaf jafn áhugavert að sjá þegar fólk reynir að finna sökudólg fyrir einhverju sem er að fara á mis í sínu lífi, eða jafnvel annarra. Þegar ofbeldi blússar upp þá er sjónvarpinu og tölvuleikjunum undantekningalaust minnst sem líklegur kandídat sem orsakavaldur alls þess ills í kringum okkur. Jafnvel hefur verið minnst á sjónvarpið í tengslum við hið alkunna "Virðingaleysi ungdómsins gagnvart þeim sem eldri eru!" - Ég einmitt lennti í því að hitta ungan dreng í kringum 7-8 ára aldurinn og hann hreytti einhverjum óorðum í átt mína, ég hneykslaðist og hugsaði með mér að svona hefði ég nú aldrei gert þegar ég var yngri. Ég ákvað að kíkja nánar í þetta og kom í ljóst að ekki minni merkari menn en Aristóteles hafði sama að segja um þetta og ég, þúsundum árum síðar.

Fíknin sem slík hefur alltaf verið til staðar - við erum öll fíklar, við fáum bara útrás fyrir hana á ólíka vegu. Sumir finnast það aðlaðandi að neyta eiturlyfja sem ákveðin útrás og "escapism" frá raunveruleikanum, alveg það sama og tölvuleikir standa fyrir í dag. Það sem gleymist oft eru ástæðurnar fyrir því að manneskjunni finnist það eðlilegt að leyfa fíkn sinni að gleypa líf sitt með öllu, hvort sem það eru tölvuleikir eða eiturlyf. Skaðsemi tölvuleikjanna er engin, heldur þarf að hugsa um utanaðkomandi áhrifa einstaklingsins.  Hvernig var félagslegu tengsl hans sem krakki / unglingur? Hvernig meðtók hann félagsmótunina sem á sér stað í flestum stofnunum heimsins? Hver er ástæðan fyrir því að hann sé viljugur að sitja fyrir framan tölvuna allann liðlangann daginn í stað þess að rækta félagslegu tengsl sín við "raunveruleikann"? Ef djúpt er að gáð, þá er svarið aldrei Sjónvarp eða Tölvuleikir, svo mikið er víst.

Ég tók eftir því þegar líða tók á unglingsaldurinn, sem er ekki svo langt síðan, að ástæðan fyrir því að tölvur eru taldar fýsilegur kostur á að komast undan raunveruleikanum svokallaða er það að þetta er ekki bara dót lengur. Foreldrarnir alhæfa gífurlega þegar kemur að vandamálum barnanna og aldrei er horft á eigin barm því það blindast af sökudólgnum sem þau benntu svo fljótt á. Ef manneskja er félagsfælin og þunglyndur þá er það óhjákvæmilegt að hún reyni að finna sér einhvern stað eða stund þar sem blákaldur sannleikur lífsins þarf ekki endilega að blasa við manni - svar margra: Tölvur, Sjónvarp - Fíkniefni.

Óðinn, 24.11.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir þetta góða innlegg Óðinn. Mjög gott að fá það. :) Fíkn er ekkert nýtt fyrirbrigði varðandi tölvuleiki. Þetta hefur verið til staðar alla tíð, það er hægt að missa sig yfir mörgu öðru en bara þeim. Þetta er samt visst vandamál, en fjarri því það eina.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Ellý

Frábært innlegg hjá Óðni. Fyrir tíma tölva sökkti ég mér í bækur en ég er einmitt þessi félagsfælna og þunglynda týpa sem hann minnist á. Held að bækur séu bara ekki eins augljósar og tölvur af því að það þykir vitsmunamerki að lesa , sama hvaða bók verður fyrir valinu...

Ellý, 24.11.2007 kl. 14:17

4 identicon

Ég tel mig nú vera frekar mikinn tölvunörd og fell að nokkru leyti mjög vel inn í greiningu Óðins. Ég tel nú samt að það að kenna tölvuleikjum um slæm verkefnaskil/mætingu krakka sem fullorðna vera bara að leita að blóraböggli. Held ég að í flestum tilfellum sé bara agaleysi í gangi.

Ég hef mikið pælt í því, er ég sá sem ég er útaf ég spila tölvuleiki mikið, eða sækist ég í tölvuleiki útaf því hver ég er? Seinna tilfellið er mitt, nú veit ég ekki um aðra.

Það fer líka dálítið í mig hve mismunandi fólk lítur á fíknir. Fótboltafíkn er sem dæmi sú fíkn sem er litið á góðum augum af flestum. Hvort sem fólk festist fyrir framan sjónvarpsskjáinn eða á vellinum(spilandi/horfandi), hvað er skárra við þá fíkn? Í tölvuleikjum hefurðu samskipti við fólk(mín samskipti hafa lent jafnvel í ágætis vinskap í raunveruleikanum)  rétt eins og í fótboltaáhorfi/spilun. Eina sem ég sé er að fótboltaspilun hefur umfram tölvuleikjaspilun er hreyfing, sem margir hverjir stunda einfaldlega í ræktinni.

In the end þá þarf hver manneskja að ákveða hvernig hún vill eyða þeim tíma sem henni hefur verið gefið. Á að neyða mig í að hætta að gera eitthvað sem mér finnst gaman afþví að einhver veruleikafirrt manneskja hinum megin á hnettinum missir stjórn á sér, eða að manneskja með agavandamál getur ekki stjórnað lífi sínu með tölvuleik inn í því?

Það er sjálfsagt fyrir aðstandendur að reyna að opna sjóndeildarhring 'fíkilsins', en ég hef reynt sjálfur að gera hluti sem eru vinsælari heldur en tölvuleikjaspilun, það leiddi einfaldlega til mun meiri óhamingju.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband