Sólveig Pétursdóttir gefur ekki kost á sér

Sólveig Pétursdóttir

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, tilkynnti fyrir stundu á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að hún ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í kosningunum að vori. Orðrómur um þessa ákvörðun Sólveigar var í umræðunni í dag, þegar að fyrir lá að hún myndi tilkynna á fundinum í Valhöll um ákvörðun sína. Fjallaði ég um málið hér fyrr í dag. Lengi vel gengu sögusagnir að hún væri ekki ákveðin í hvort hún færi fram en nú liggur semsagt ákvörðun hennar fyrir.

Það er greinilegt að Ásta Möller verður fulltrúi sjálfstæðiskvenna til framboðs í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í vor, en hún hefur tilkynnt um framboð sitt í þriðja sæti framboðslistans, annað sætið í öðru borgarkjördæmanna. Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur, hefur tilkynnt um framboð sitt í prófkjöri. Sögusagnir ganga svo um framboð fleiri kvenna: t.d. Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, sjónvarpskonu, Áslaugar Friðriksdóttur (Sophussonar), framkvæmdastjóra, og Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ.

mbl.is Sólveig Pétursdóttir býður ekki fram í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband