Var Geirfinnur Einarsson grafinn í Garðabæ?

33 ár voru í vikunni liðin frá hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík. Geirfinnsmálið varð eitt umdeildasta sakamál og dularfyllsta mannshvarf Íslandssögunnar. Það hefur hvílt sem mara yfir þjóðinni og enn eru að koma fram vangaveltur um atburðarásina - hvort Geirfinni hafi verið ráðinn bani. Þar hefur sprútt jafnan spilað stóra rullu. Margir hafa hinsvegar dregið í efa hvort að hin opinbera frásögn dauða Geirfinns sé rétt og hvað hafi orðið um lík hans.

Samsæriskenningarnar um hvað varð um lík Geirfinns og hvernig hann dó hafa alla tíð verið margar. Ein þeirra umdeildasta á síðustu árum er lýsing Guðrúnar Magneu Helgadóttur, sem hefur skrifað hér á moggabloggið og er bloggvinkona mín, á því að Geirfinnur hafi verið jarðaður við íbúðarhús við Markarflöt í Garðabæ. Á bakvið þá sögu hennar er lygileg saga, sem eiginlega er erfitt að trúa. Hefur hún komið þeirri sögu á framfæri t.d. við lögreglu og kjörna fulltrúa.

Væntanlega verður ráðgátan um örlög Geirfinns Einarssonar og það hvað gerðist nóvemberkvöldið 1974 sem hann hvarf aldrei leyst. En kjaftasögurnar deyja ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég ætla nú að gefa mér góðan tíma í að lesa það sem Guðrún Magnea hefur um málið að segja,þetta er eitt af þeim málum sem eru stórfurðuleg,og verður væntanlega aldrei leyst eins og þú segir sjálfur,en óneitanlega spennandi að fylgjast með úr fjarlægð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.11.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mál 214 trónir trúlega á toppnum yfir mesta klúður í sakamála og dómsmálasögu Íslands.  Endurupptaka málsins og ítarlega rannsókn á öllum liðum þessa hroðalega máls er réttlætismál.

Pálmi Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þér Pálmi. Þetta er svo stórt klúður að það er með ólíkindum. Hvernig hægt var að byggja grind utan um málið og dæma eftir því, án þess að aldrei hefði verið sannreynt með áreiðanlegum hætti hvað varð um lík Geirfinns Einarssonar er illskiljanlegt. Það hefur alltaf verið skoðun mín að það þurfi að taka þetta mál upp.

Já, þetta er fróðlegt að lesa María, hvort sem það er uppspuni eður ei. Merkilegar lýsingar á málinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband