Skjálftahrina við Hveravelli

Hann var heldur betur öflugur skjálftinn sem reið yfir vestur af Hveravöllum í dag, fyrir rúmum klukkutíma - fannst enda mjög vel hér á Akureyri, varð vel var við hann sjálfur, og um meginhluta Norðurlands. Það er alltaf ónotalegt að finna jarðhræringar af þessu tagi og finna hvað landið er lifandi.

Þetta er fyrsti alvöru jarðskjálftakippurinn sem við finnum fyrir hér á Norðurlandi frá skjálftanum 1. nóvember 2006, en hann var líka um fimm á Richter-skala. Nú verður áhugavert að sjá hvað tekur við. Eflaust taka eftirskjálftar við núna - væntanlega misöflugir eins og gengur.

Fróðlegt er að vita hvort að þessi skjálfahrina tengist því sem gerðist á Suðurlandi fyrir viku, er jörð skalf í Árnessýslu og víða um Suðurland.


mbl.is Jörð skelfur við Hveravelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband