Síma- og myndavélafóbía Bjarkar

Björk Guðmundsdóttir Það er óhætt að segja að Björk Guðmundsdóttir hafi ekki farið troðnar slóðir í tónlist sinni. Hún hefur sennilega orðið heimsfræg á því að vera ekki eins og aðrir - fann upp sinn eigin stíl og eigin karakter. Enda hefur það ekki gefið sig vel fyrir íslenskar söngkonur að vera eftirmynd Britney Spears og annarra blondína í tónlistarbransanum, þær hafa bara fallið í skuggann. Björk var ferskur vindblær í íslenska tónlist á sínum tíma og ennfremur á alheimsvettvangi er hún gaf út Debut.

Þó að Björk hafi aldrei verið feimin við að stuða og segja hluti sem falla ekki í kramið hjá öllum fannst mér skemmtilega áhugavert að lesa umfjöllunina um síma- og myndavélafóbíu Bjarkar. Skil svosem alveg að hún sé ekkert sátt við að fólk hugsi frekar um að taka upp tónleikana hennar með síma eða kvikmyndatökuvél en hlusta á tónlistina en hinsvegar finnst mér skýring hennar fyrir fóbíuna þess þá áhugaverðari. Þar virðist hún tala gegn símum og myndavélum beint á þeim forsendum að henni finnist tónlistin sín falla í skuggann vegna þess.

Hélt að flestir tónlistarmenn væru ósáttir við notkun þessara græja vegna þess að þá myndi tónlist þeirra leka út á myndavefi eins og YouTube og aðra slíka. Þess vegna er skoðun Bjarkar, eins og svo oft áður, skemmtilega spes og þess þá áhugaverðari en hin standard-pælingin. Þetta er skemmtilegur tónn hjá Björk - kannski ekta Björk, hver veit.

mbl.is Björk vill fólk en ekki farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Að kalla þetta síma og myndavélafóbíu segr mér að þú ert einn af þeim sem ekki skilur hvað hún er að tala um, en sem betur fer skilja það flestir.

Þegar listamaður er upp á sviði er það ekki einhver vörukynning á fjöldaframleiddri vöru. Hverjir tónleikar í þessu tilfelli eru upplifun fyrir áheyrendur, fluttir af innlifun flytjanda. Til að verkið heppnist til fulls þurfa báðir aðilar að taka þátt af einbeitingu en ekki með hálfum hug. Þú ert ekki að einbeita þér að njóta tónleikanna en þú ert með hugan upptekinn við einhverjar græjur.

Þetta er auðskilið með líkingunni hennar á muninum á samtali og eintali.

Landfari, 27.11.2007 kl. 11:34

2 identicon

Listamaður gefur sig allann hvort sem hann er að syngja, leika eða mála. Hann þarf að finna að áhorfendum líki það sem hann er að gera, eða a.m.k. að viðvera þeirra og athygli snúist um áhuga og íhugun á því sem listamaðurinn hefur fram að færa. Ef áhorfandinn kemst svo að þeirri niðurstöðu að viðkomandi list eða listamaður falli ekki að sínum smekk þá er ekkert að því.

List er á vissan hátt samspil gefanda og þiggjanda sem verður að virða.

Mér finnst Björk sýna sanngirni og kurteisi í viðtalinu í New Zealand Herald. Hún á það sama skilið af áheyrendum sínum.

Baldur Ágústsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband