26.11.2007 | 23:20
Yndisleg kvöldstund með meistara spennunnar
Það var alveg yndislegt að horfa á kvikmynd meistara spennunnar, Sir Alfred Hitchcock, The Man Who Knew Too Much, í Sjónvarpinu í gærkvöldi - notaleg og góð kvöldstund fyrir okkur kvikmyndafíklana. Hún er ein af hinum litríku og eftirminnilegu kvikmyndum Hitchcocks á ferlinum, þar sem allir þættir skipta máli, allt hið sjónræna verður listaverk út af fyrir sig. Hitchcock var leikstjóri smáatriðanna, nostrað var við alla þætti. Þessi mynd ber öll merki þess.
Ferill Hitchcocks er auðvitað einstakur í kvikmyndasögunni. Hann er að mínu mati fremsti kvikmyndagerðarmaður 20. aldarinnar. Hitch gerði myndir með atriðum sem enn eru stæld í dag, hann var myndrænn meistari, hugsaði um hvern myndramma og lék sér að áhorfendum með snilldarlegum hætti, eins og köttur að mús. Hann beitti tónlist til að ná fram spennu (eftirminnilegast varð það í Psycho þar sem lítið blóð en þess þá öflugri tónlist kallaði fram óhugnað) og fágaður húmor og framkoma er eitt helsta höfundarmerki hans.
Hitch var sannkallaður meistari spennumyndanna, snillingur í að ná fram því besta frá leikurum sínum og skapa ógleymanlegar stórmyndir þar sem hver myndrammi verður í sjálfu sér snilld. Nokkur eftirminnileg atriði einkenna þessa mynd. Nægir þar að nefna atriðið frábæra, klímaxinn sjálfan, í Royal Albert Hall þar sem lokaspennan á sér stað. Í tólf mínútur er ekki sagt eitt einasta orð á meðan að reynt er að koma í veg fyrir morðið. Það er ekki fyrr en Doris Day öskrar að þögninni lýkur. Þögnin verður nöguð spennu allan tímann, enda er lokasenan byggð upp af skynsemi og til að halda áhorfendum vel spenntum.
Þögnin einkennist þó af hinni frábæru kantötu Arthur Benjamin, Storm Clouds, sem hljómaði í fyrri myndinni á sínum tíma. Tónlistarstjórinn er enginn annar en sjálfur Bernard Herrmann. Herrmann samdi að mínu mati eftirminnilegustu tónlistarverk í kvikmyndum Hitchcocks. Þar stendur auðvitað upp úr tónlistin í Psycho, sem er stingandi yndisleg, kemur í stað alls blóðs og byggir upp ógn sem er eiginlega einstök í kvikmyndasögunni. Svo má ekki gleyma tónlist Herrmanns í North By Northwest, sem fyllir upp í yndislega heildarmyndina, þar sem allt smellur saman, en hún er hiklaust ein besta kvikmynd sögunnar.
Hitchcock byggði oft upp yndislegar sögur þar sem sakleysingi lendir í aðstæðum sem hann ræður ekkert við en dregst inn í og verður að spila leik af leik, af fimni en mæta hættum allan tímann. Þetta kom best fram í myndunum Strangers on a Train (ein besta spennumynd sögunnar - meistaralega leikin, sérstaklega af Robert Walker sem var aldrei betri en í þessari síðustu rullu sinni) og í North by Northwest. En McKenna-hjónin eru samferða á leið sem þau geta ekki stólað á en reyna sitt besta til að ná yfirhöndinni. Þau verða táknmynd sakleysingjans fræga hjá Hitchcock enn eina ferðina og standa sig vel í því.
James Stewart og Doris Day glansa auðvitað í þessari mynd. Ekki þarf að fjölyrða um snilli Stewarts. Hann var einn besti leikari 20. aldarinnar og fáir voru betri en hann að leika sakleysingjann, að týpu Hitchcocks og um leið hafa samúð áhorfandans, enda mjög notalegur leikari með mikla nærveru og gat túlkað bæði skapbrigði og persónuleikabresti af brilljans. Stewart var einna bestur á ferlinum í annarri mynd Hitch, Rear Window, þar sem hann er myndina út í gegn í hjólastól, í gifsi og fylgist með nánasta umhverfi sínu í sjónkíki og sér of mikið. Það er ein af þessum myndum sem eru tær snilld frá upphaf til enda.
Doris Day var notaleg leik- og söngkona. Einhvernveginn táknmynd alls hins notalega, hafði bæða ljúfa nærveru og yndislega söngrödd. Hún var aldrei betri á ferlinum en á móti Rock Hudson í hinni sykursætu Pillow Talk árið 1960, en sú mynd er hættulega notaleg og er mannbætandi fyrir alla að horfa á. Doris var þó ekki mikið síðri í þessari mynd, þar sem hún nær að tóna Stewart vel. Stráknum þeirra er rænt og örvæntingin verður túlkuð af næmni og notalegheitum í senn, í bland við angistina sem fylgir. Doris er kannski of sykursæt fyrir rulluna, en á móti kemur að hún er fullkomin í hið sígilda ljóskuhlutverk hjá Hitch.
Rúsínan í pylsuendanum í myndinni er svo auðvitað hið undurljúfa lag Whatever Will Be, Will Be (Que Sera Sera), eitt eftirminnilega kvikmyndalag 20. aldarinnar. Þetta er án nokkurs vafa besta lag tónlistarferils Doris Day og það er mikil tilfinning í þessu lagi. Það passar vel inn í lokakafla myndarinnar, þar sem spennan er orðin allt að því óbærileg. Lagið hlaut óskarinn sem besta kvikmyndalagið á sínum tíma og hefur markað sér skref í tónlistarsögunni. Ávallt undurljúft og fagurt.
En þetta var notalegt kvöld með meistara spennunnar. Ætla að vona að Sjónvarpið haldi áfram að færa okkur sannar kvikmyndaperlur gamla tímans í Hollywood á næstunni. Meistaraverk kvikmyndasögunnar eiga nefnilega ávallt við, sérstaklega kvikmyndaverk Hitchcocks.
Þar sem ég veit að Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, er daglegur lesandi vefsins, vona ég að hann verði við þessari ósk minni, og eflaust fleiri sjónvarpsáhorfenda.
-----------
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um leikstjóraferil meistarans Sir Alfreds Hitchcocks bendi ég á leikstjórapistill minn um hann frá árinu 2003.
Ferill Hitchcocks er auðvitað einstakur í kvikmyndasögunni. Hann er að mínu mati fremsti kvikmyndagerðarmaður 20. aldarinnar. Hitch gerði myndir með atriðum sem enn eru stæld í dag, hann var myndrænn meistari, hugsaði um hvern myndramma og lék sér að áhorfendum með snilldarlegum hætti, eins og köttur að mús. Hann beitti tónlist til að ná fram spennu (eftirminnilegast varð það í Psycho þar sem lítið blóð en þess þá öflugri tónlist kallaði fram óhugnað) og fágaður húmor og framkoma er eitt helsta höfundarmerki hans.
Hitch var sannkallaður meistari spennumyndanna, snillingur í að ná fram því besta frá leikurum sínum og skapa ógleymanlegar stórmyndir þar sem hver myndrammi verður í sjálfu sér snilld. Nokkur eftirminnileg atriði einkenna þessa mynd. Nægir þar að nefna atriðið frábæra, klímaxinn sjálfan, í Royal Albert Hall þar sem lokaspennan á sér stað. Í tólf mínútur er ekki sagt eitt einasta orð á meðan að reynt er að koma í veg fyrir morðið. Það er ekki fyrr en Doris Day öskrar að þögninni lýkur. Þögnin verður nöguð spennu allan tímann, enda er lokasenan byggð upp af skynsemi og til að halda áhorfendum vel spenntum.
Þögnin einkennist þó af hinni frábæru kantötu Arthur Benjamin, Storm Clouds, sem hljómaði í fyrri myndinni á sínum tíma. Tónlistarstjórinn er enginn annar en sjálfur Bernard Herrmann. Herrmann samdi að mínu mati eftirminnilegustu tónlistarverk í kvikmyndum Hitchcocks. Þar stendur auðvitað upp úr tónlistin í Psycho, sem er stingandi yndisleg, kemur í stað alls blóðs og byggir upp ógn sem er eiginlega einstök í kvikmyndasögunni. Svo má ekki gleyma tónlist Herrmanns í North By Northwest, sem fyllir upp í yndislega heildarmyndina, þar sem allt smellur saman, en hún er hiklaust ein besta kvikmynd sögunnar.
Hitchcock byggði oft upp yndislegar sögur þar sem sakleysingi lendir í aðstæðum sem hann ræður ekkert við en dregst inn í og verður að spila leik af leik, af fimni en mæta hættum allan tímann. Þetta kom best fram í myndunum Strangers on a Train (ein besta spennumynd sögunnar - meistaralega leikin, sérstaklega af Robert Walker sem var aldrei betri en í þessari síðustu rullu sinni) og í North by Northwest. En McKenna-hjónin eru samferða á leið sem þau geta ekki stólað á en reyna sitt besta til að ná yfirhöndinni. Þau verða táknmynd sakleysingjans fræga hjá Hitchcock enn eina ferðina og standa sig vel í því.
James Stewart og Doris Day glansa auðvitað í þessari mynd. Ekki þarf að fjölyrða um snilli Stewarts. Hann var einn besti leikari 20. aldarinnar og fáir voru betri en hann að leika sakleysingjann, að týpu Hitchcocks og um leið hafa samúð áhorfandans, enda mjög notalegur leikari með mikla nærveru og gat túlkað bæði skapbrigði og persónuleikabresti af brilljans. Stewart var einna bestur á ferlinum í annarri mynd Hitch, Rear Window, þar sem hann er myndina út í gegn í hjólastól, í gifsi og fylgist með nánasta umhverfi sínu í sjónkíki og sér of mikið. Það er ein af þessum myndum sem eru tær snilld frá upphaf til enda.
Doris Day var notaleg leik- og söngkona. Einhvernveginn táknmynd alls hins notalega, hafði bæða ljúfa nærveru og yndislega söngrödd. Hún var aldrei betri á ferlinum en á móti Rock Hudson í hinni sykursætu Pillow Talk árið 1960, en sú mynd er hættulega notaleg og er mannbætandi fyrir alla að horfa á. Doris var þó ekki mikið síðri í þessari mynd, þar sem hún nær að tóna Stewart vel. Stráknum þeirra er rænt og örvæntingin verður túlkuð af næmni og notalegheitum í senn, í bland við angistina sem fylgir. Doris er kannski of sykursæt fyrir rulluna, en á móti kemur að hún er fullkomin í hið sígilda ljóskuhlutverk hjá Hitch.
Rúsínan í pylsuendanum í myndinni er svo auðvitað hið undurljúfa lag Whatever Will Be, Will Be (Que Sera Sera), eitt eftirminnilega kvikmyndalag 20. aldarinnar. Þetta er án nokkurs vafa besta lag tónlistarferils Doris Day og það er mikil tilfinning í þessu lagi. Það passar vel inn í lokakafla myndarinnar, þar sem spennan er orðin allt að því óbærileg. Lagið hlaut óskarinn sem besta kvikmyndalagið á sínum tíma og hefur markað sér skref í tónlistarsögunni. Ávallt undurljúft og fagurt.
En þetta var notalegt kvöld með meistara spennunnar. Ætla að vona að Sjónvarpið haldi áfram að færa okkur sannar kvikmyndaperlur gamla tímans í Hollywood á næstunni. Meistaraverk kvikmyndasögunnar eiga nefnilega ávallt við, sérstaklega kvikmyndaverk Hitchcocks.
Þar sem ég veit að Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, er daglegur lesandi vefsins, vona ég að hann verði við þessari ósk minni, og eflaust fleiri sjónvarpsáhorfenda.
-----------
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um leikstjóraferil meistarans Sir Alfreds Hitchcocks bendi ég á leikstjórapistill minn um hann frá árinu 2003.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Hitchcocks var náttúrulega snillingur í því að skapa spennu. Einnig hafa hugmyndir hans orðið öðrum efni í myndir, það er að segja nýta þeir sér þá tækni sem hann hafði til að ná upp þessari sálfræði spennu sem var svo einkennandi í myndum hans. Á nokkrar eftir hann á DVD sem ég fíla í tætlur.
Katrín Vilhelmsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:35
Sammála, sunnudagsmynd Rúv var gæðamynd enda ekki annars að vænta úr smiðju Hitchcoks.
Man ég fór á Hitchcockhátíð í Laugarásbíói fyrir sennilega 20 árum síðan og sá þar Rear Window og Rope. Báðar góðar en þurftir að fara aftur á Rear Window, mér fannst hún í sérflokki.
Tek undir áskorunina til Þórshalls, Hitch á alltaf erindi.
Steini Bjarna, 27.11.2007 kl. 02:28
Ég horfði nú á þessa mynd og mér fannst ekki mikið til hennar koma kvikmyndafræðilega séð, þó að handritið hafi verið ágætt.
"Hún er ein af hinum litríku og eftirminnilegu kvikmyndum Hitchcocks á ferlinum, þar sem allir þættir skipta máli, allt hið sjónræna verður listaverk út af fyrir sig."
"Hitch var sannkallaður meistari spennumyndanna, snillingur í að ná fram því besta frá leikurum sínum og skapa ógleymanlegar stórmyndir þar sem hver myndrammi verður í sjálfu sér snilld."
- Ég get ekki alveg verið sammála þér þar Stebbi, ég tók eftir því oft að leikararnir léku stundum fyrir framan stóra mynd (wallpaper) sem að hafði verið tekin af þeim ramma sem sjást átti í myndinni. Ég var ekki einn um að taka eftir því að skugginn af þeim og skugginn á húsum sem þau léku fyrir framan féll ekki í sömu átt, þetta gerist ekki í myndum í dag, þar sem vandað er til verka.
Engu að síður horfði ég á þessa mynd og naut hennar þrátt fyrir þessi atriði.
Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður
Auðbergur Daníel Gíslason, 27.11.2007 kl. 16:35
Takk fyrir kommentin.
Katrín: Já hann var snillingur, erum algjörlega sammála. Þakka þér fyrir vel skrifað komment.
Steini: Já, þetta eru myndir sem klikka aldrei, eru alltaf góðar. Meistaraverk, hreint út sagt. Rear Window er með þeim allra bestu fyrr og síðar. Hitch á sannarlega alltaf við.
Aubbi: Það er alveg einfalt mál í mínum huga að Hitchcock er einn mesti sjónræni snillingur kvikmyndasögunnar. Hann var brautryðjandi í því hvernig myndrammanum var beitt og markaði gríðarleg áhrif á næstu kynslóðir kvikmyndagerðarmanna. Fáir voru áhrifameiri í bransanum. Verk hans hafa verið stæluð æ ofan í æ. Þeir eru fáir sem skildu eftir sig merkari arfleifð í sögu kvikmyndanna eftir sinn dag. Vissulega er fyrri myndin af The Man Who Knew Too Much betri, en þessi er samt mjög góð, litrík og flott mynd. Þær voru það nær allar litmyndirnar hans Hitch. Ég hef fylgst með kvikmyndum frá því að ég var krakki og enginn hefur nokkru sinni heillað mig eins mikið og Hitch. Hvernig hann leikur sér að áhorfendum með hárfínni blöndu gamans og alvöru markaði skref í sögu kvikmyndanna og fágunin er einstök.
Stefán Friðrik Stefánsson, 28.11.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.