Samræmdu prófin heyra sögunni til

Þorgerður KatrínEflaust hefði mér þótt það gleðileg tíðindi þegar að ég var að lesa fyrir samræmdu prófin fyrir rúmum fjórtán árum að leggja ætti þau niður. Þetta skiptir sannarlega talsvert minna máli núna. En samt eru þetta mikil tíðindi. Líst vel á það hjá Þorgerði Katrínu að stokka þetta upp og breyta til í því verkefni að kanna stöðu nemenda.

Það virðist annars vera nóg framundan í menntamálaráðuneytinu, nokkur frumvörp sem væntanlega munu vekja athygli. Það hefur mikið verið talað um það hvað fá frumvörp hafa farið í gegn í menntamálaráðherratíð Þorgerðar Katrínar. Það eru þó stór frumvörp, nægir þar að nefna uppstokkun á Ríkisútvarpinu.

Þorgerður Katrín ætlar greinilega að stokka málin upp. Hún hefur þó sem betur fer saltað umdeildustu mál skólanna síðustu árin; samræmdu stúdentsprófin og styttingu námstímans. Hið fyrra var leiðindamál og fannst mér alltaf stórundarlegt að Tómas Ingi Olrich skyldi ekki salta það á réttum tímapunkti, enda frá upphafi gjörsamlega glatað mál.

Ég og við ungliðar í Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi vorum annars í því ömurlega hlutverki í kosningunum 2003 að standa vörð um menntamálaráðherrann sem ætlaði að setja á samræmd stúdentspróf. Umdeildari mál í skólakerfinu undanfarin ár er vandfundið og þetta varð hitamál skiljanlega hér.

Þetta var glatað mál þá og átti að slá af á þeim tímapunkti. Það er gleðiefni að hætta eigi líka með samræmd próf í grunnskólunum.


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband