Hvernig getur svona gerst?

Það er með ólíkindum að heyra af því að Tryggingastofnun ríkisins hafi greitt út allt að 200 milljónir króna samkvæmt fölsuðum reikningi frá tannlækni á Suðurnesjum. Hvernig getur svona gerst? Það er ekki hægt að spyrja öðruvísi. Ég hélt að það væri eitthvað innra eftirlit sem gæti tekið á svona fölsuðum reikningum og því að það sé ekki hægt að svindla á kerfinu með þessum hætti. Það sem vekur mesta athygli er að um er að tilfelli allt að þrjátíu ár aftur í tímann. Það væri ágætt að fá hið sanna út, þó um síðir sé, og taka á því með viðeigandi hætti.

Einn punktur fréttar Bjargar Evu vekur reyndar meiri athygli en annar, en það er að fjórtán ár séu liðin frá því að grunsemdir vöknuðu um athæfi mannsins. Það er einum of langur tími af vafa og þetta eru það stór mistök að það er ekki hægt að skilja hvernig svona sofandaháttur geti gengið endalaust. Þetta hlýtur því að vera áfellisdómur yfir innra kerfi mála af þessu tagi. Það er ekki hægt að krefjast annars en að tekið verði á vinnuferlum, svo mál af þessu tagi geti ekki komið né heldur gengið svona lengi.


mbl.is Grunur um 200 milljóna króna svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá 14 ár !?! Má reyna að skilja 14 mánuði kannski......

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 11:11

2 identicon

Þetta gerist örugglega á svipaðan hátt og þegar nýr "öryrki" er innvígður.

Glanni (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er alveg með ólíkindum.

Sporðdrekinn, 28.11.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband