Hver mun kaupa auglýsinguna í miðju skaupinu?

Páll Magnússon Tekin hefur verið sú nýstárlega ákvörðun að selja mínútu auglýsingapláss inni í miðju Áramótaskaupinu á gamlársdag. Yfirmenn Ríkisútvarpsins munu ekki taka boðum sem eru undir þrem milljónum króna. Aðeins mun verða um að ræða eina auglýsingu í þennan tíma og er hætt við að hörð barátta verði um þetta pláss á einum besta sjónvarpstíma ársins, en væntanlega horfa yfir 90% landsmanna á skaupið á hverju ári.

Þetta eru merkilegar fregnir. Kannski er þetta fyrst og fremst til marks um breytta tíma í Efstaleitinu í útvarpsstjóratíð Páls Magnússonar þar sem dagskrárliðir hafa verið brotnir upp með auglýsingahléum með mun meira áberandi hætti en dæmi hafa verið um. Gott dæmi eru skemmtiþættirnir Útsvar og Laugardagslögin þar sem eru gerð auglýsingahlé oftar en einu sinni í klukkustundarprógrammi. Þetta hefur verið vel þekkt hjá auglýsingastöðvum á borð við Skjá einn en hefur verið að aukast sífellt á Stöð 2 þar sem fólk kaupir sér áskrift dýrum dómum.

Persónulega leiðist mér alveg gríðarlega þegar að þættir eru brytjaðir niður með auglýsingahléi af þessu tagi. Finnst þetta allt í lagi með stöðvar sem maður þarf ekki að greiða fyrir en öllu verra, t.d. á Stöð 2 þar sem borga þarf áskrift dýrum dómum og eins eiginlega í Ríkissjónvarpinu, sem er fjarri því ókeypis stöð. Finnst þetta allavega mjög lítið spennandi. Verst er þetta þó í Næturvaktinni þar sem þátturinn er klipptur í tvennt, við litla hrifningu mína og eflaust fleiri, og plássið væntanlega selt dýrum dómum.

Það segir mér svo hugur að auglýsingaplássið í skaupinu fari á talsverðan pening. Það verður barist um þessar sextíu sekúndur með mikilli hörku. Hver ætli fái það? Veðja á að einhver bankinn fái það. Vona samt að við sjáum ekki smettið á John Cleese aftur á gamlárskvöldi núna. :)

Langar samt að spyrja þá sem lesa; hvernig líst þér á að klippa skaupið í tvennt fyrir auglýsingahlé? Það segir mér svo hugur að þetta verði ekki vinsælt - enda hafa allir vanist því að skaupið sé ein heild án auglýsinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þetta mjög hallærislegt !

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 11:51

2 identicon

Mér finnst þetta bara græðgi, ekkert annað!  RÚV hefur fetað sig nægilega langt í þessa átt, nær að fækka auglýsingum, og mér væri sama þó það væri sparað á móti, bara ekki hærri afnotagjöld.  Þeir gætu lækkað laun og hlunnindi toppanna, eða skorið niður vinsælt sorp frá bandaríkjunum, eða jafnvel sleppt fréttunum.  Sama er mér, bara

BÚINN AÐ FÁ NÓG AF AUGLÝSINGUM, NÓG AF GJÖLDUM.

(ef þið heyrið í mér, sjónvarpsmenn)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:06

3 identicon

Ég er ekki viss um að fyrirtæki muni slást um þennan auglýsingatíma því viðkomandi mun fá mikla neikvæða umfjöllun af þeim sem þurfa að borga nauðungaráskrift að þessari stöð.

Steini (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:30

4 identicon

Ok, samantekin ráð með að eiga ekki viðskipti við þá sem slíta skaupið í sundur með auglýsingum
Er það ekki fínt

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

þetta er ein leið til að borga upp bíl palla.

Óðinn Þórisson, 28.11.2007 kl. 14:42

6 Smámynd: Ragnar Ólason

Ekki skemmtilegt að hafa auglýsingar inni í progrömmum. Vonandi heldur þetta þá afnotagjöldunum niðri.

Ragnar Ólason, 28.11.2007 kl. 14:44

7 identicon

Kannski verður þetta bara bráðfyndin auglýsing, ég sé ekkert að því ef auglýsingin er í sama stíl og þátturinn. Þá á ég við áramótaskaupið, í skupinu þá er ekki sögð saga sem ekki er í lagi að slíta í tvennt, þetta eru atriði sem vel má spila eina auglýsingu inn á milli. Ekki misskilja mig, ég þoli ekki auglýsingar, en ef þær eru í takt við þáttinn og skemma ekki fyrir, þá sé ég ekkert að því.  Þeir verða bara að setja skilyrði að auglýsingin verði að vera fyndin. plús, ein mínúta, ein auglýsing er það ekki bara klósettpása fyrir fólk.

Til að svara spurningu þinni, þá er það í lagi svo lengi sem það sé eitt stopp í smá tíma og ef auglýsingin er fyndin.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:59

8 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er nú mismunandi hugmyndir um þetta greinilega. Mín skoðun er sú að RÚV er að reyna að gera auglýsingahlé sem samsvarar því sem gert í í SuperBowl í henni stóru Ameríku. Þar tíðkast það að fyrirtækin sláist um mínúturnar og alltaf eru frumsýndar "stórar" og oft mjög skemmtilegar auglýsingar. Fyrirtækin gera sérstakar auglýsingar fyrir þetta því þegar þú á annað borð ert að borga svo hátt verð fyrir sekúndurnar þá er alveg eins hægt að gera eitthvað meira úr þessu. Þetta verð ég segja að sé góð hugmynd og vert að prófa. Í versta falli verður þetta jafn lélegt og skaupið á það til að vera, í besta falli á þetta eftir að vera enn eitt atriðið í bráðskemmtilegu skaupi.

Svo getum við talað lengi um það hvort réttlætanlegt sé að RÚV sé á auglýsingarmarkaði en það tíðkast ekki að ríkissjónvarp sé með auglýsingar og veit ég ekki hvað veldur því að RÚV er á þeim markaði.  

Stefán Þór Steindórsson, 28.11.2007 kl. 16:40

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

passar að fá mínútu til að pissa

Brjánn Guðjónsson, 28.11.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband