Bobby Fischer lagður inn á spítala

Bobby Fischer Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Reykjavík. Þjáist hann af nýrnaveiki en ennfremur af geðrænum vandamálum sem hafa sligað hann, ef marka má sögusagnir. Það hefur giska lítið farið fyrir Bobby þau tvö ár sem hann hefur verið íslenskur ríkisborgari og eftir að hann kom til Íslands úr japanskri fangavist.

Það hefur reyndar komið mér að óvörum hvað Bobby hefur verið lítið sýnilegur okkur landsmönnum þessi tvö ár. Þegar að hann kom hingað í kastljósi fjölmiðla og með umdeildum hætti með einkaþotu Baugs í beinni útsendingu Stöðvar 2 áttu flestir von á að hann yrði áberandi þátttakandi í samfélaginu og léti mikið á sér bera. Hvöss ummæli hans í garð bandarískra yfirvalda á leiðinni til Íslands og á blaðamannafundi eftir "heimferðina" gáfu allt tilefni til þess að fólk hér teldi að sú yrði raunin. Í stað þess hefur hann sest algjörlega í helgan stein.

Það er leitt að heyra ef Bobby á við erfiðleika að stríða, andleg og líkamleg veikindi. Hann hefur vissulega gengið í gegnum margt á sinni ævi, lifað hátt og aldrei hikað við að vera áberandi. Hann er kannski að upplifa enn einn kaflann á ævigöngunni, hver veit. Vonandi mun honum heilsast vel og hann fá bót sinna meina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Vonandi fær hann bara að vera í friði. Mér finnst hann ekkert hafa unnið sér annað til saka en að vera sérvitringur með furðulegar stjórnmálaskoðanir sem eru bandarískum stjórnvöldum ekki að skapi.

Brynjar Jóhannsson, 29.11.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Steini Bjarna


Tek undir þetta Stefán, vona að honum batni sem fyrst og vonandi taka læknarnir á geðrænum vandamálum ef einhver eru í leiðinni.

Ég hef haft þann heiður að hitta þennan snilling ásamt barni hans og filippeyskri barnsmóður og komu þau öll afskaplega eðlilega fyrir, Fischer sem afskaplega stoltur og ánægður faðir.

Japanska konan virkaði stífari á mig við annað tækifæri en kannski vantar Fischer aga í sitt líf.  Í það minnsta er karlinn skarpgáfaður og vel inni í heimsmálunum og getur rökrætt alþjóðamálin af mikilli þekkingu.  Megum við njóta þessa snillings sem lengst og veita honum friðarskjól í landi okkar.

Steini Bjarna, 29.11.2007 kl. 06:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tek undir að hann á bara að fá að vera í friði, ef hann kýs það. Óskum honum bara góðs bata.

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:45

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef átt dálítil persónuleg en góð kynni af Bobby Fischer. Tek undir öll góð orð ykkar.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband