Magnþrungin kveðjuræða Halldórs

Halldór Blöndal

Það var mjög magnþrungin stund hérna hjá okkur í Kaupangi í gærkvöldi þegar að Halldór Blöndal tilkynnti um að hann væri að hætta í stjórnmálum. Flest okkar hér á Akureyri höfðum búist við yfirlýsingu frá Halldóri um næsta kjörtímabil á kjördæmisþingi flokksins sem haldið verður að Skjólbrekku í Mývatnssveit um miðjan októbermánuð. Sögusagnir höfðu vissulega gengið lengi um að hann ætlaði að hætta, en allir töldu hinsvegar að þetta yrði ekki vettvangur formlegrar tilkynningar. En Halldór kom okkur öllum á óvart og tilkynnti þetta á heimavelli á Akureyri, þar sem hann hóf stjórnmálaþátttöku á skólaárunum í MA.

Ég verð að viðurkenna að ég fór að hugsa mig verulega um þegar að ég sá að Halldór var mættur með skrifaða ræðu, enda hefur hann oftast nær talað blaðlaust og frá hjartanu. Þessi ræða var eitt uppgjör, það var farið yfir allt. Öll baráttumálin á pólitískum ferli voru reifuð og farið yfir átakamál stjórnmála þegar að Halldór byrjaði og það sem við blasti núna. Hann talaði af krafti um gamla og góða félagið sitt, málfundafélagið Sleipni, en það var hans vettvangur til fjölda ára. Þegar að líða tók á ræðuna gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri stundin stóra og svo varð.

Það er eiginlega erfitt að segja eitthvað á þessari stundu. Halldór hefur verið í forystusveit flokksins hér allan þann tíma sem ég hef starfað fyrir flokkinn og talsvert mun lengur en það. Hann hefur verið gríðarlega stór hluti í pólitískri tilveru okkar allra hér í kjördæminu. Mér fannst það reyndar merkileg tilviljun að ég skyldi verða kjörinn í stjórn málfundafélagsins Sleipnis á þessum merkilega degi á stjórnmálaferli Halldórs. Halldór Blöndal á að baki langan og merkan stjórnmálaferil og við öll hér erum honum þakklát fyrir gott verk. Ræðan var viðeigandi endalok á þessum merka ferli.

Ég fer yfir feril Halldórs og skoðanir mínar á honum í pistli mínum sem birtist á Íslendingi, vef Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri í dag. Eins og ég sagði í gærkvöldi eru þetta þáttaskil. Við metum mikils ósérhlífni Halldórs og umhyggju fyrir velferð okkar í kjördæminu og okkur verður lengi í minnum haft mannkosti hans og drenglyndi. En nú verða spennandi tímar í flokksstarfinu og framundan er prófkjör hjá flokknum þar sem enn ein þáttaskilin verða og ný forysta flokksins verður kjörin.


mbl.is Halldór Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er eftirsjá af Halldóri. Hann er litríkur stjórnmálamaður og fáir eru flinkari að kveða en hann.

Sigurjón, 21.9.2006 kl. 17:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Já, satt segirðu. Halldór hefur verið litríkur pólitíkus og sett sterkan svip á þjóðlífið á sínum ferli. Hann hefur vissulega verið umdeildur, en ég held að menn meti verk hans víða og t.d. það hversu ötull baráttumaður hann hefur verið sína umbjóðendur. En já, það eru margir stjórnmálamenn að hætta núna og þessar kosningar verða mjög spennandi í öllum kjördæmum.

mbk. SFS

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.9.2006 kl. 17:59

3 identicon

Já, kominn tíma á kallinn fyrst hann er hættur að geta talað blaðlaust.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband