Hamingjusama hóran hverfur

Hamingjusama hóran Það er áhugavert að lesa fréttir af hvarfi bandarísku háskólastelpunnar sem átti sér annað og dekkra líf en að lesa skólabækur og reikna stærðfræði á kvöldin, var klámstjarna í fullum blóma. Það er mikið fjallað um það vestanhafs hvað hafi orðið af henni, hvort að þessi stjörnubransi hafi jafnvel kostað hana lífið. Vont er ef satt er.

Víst er að mál hennar er varla einstakt. Það er samt sorglegt að heyra svona sögur, þó hún gerist vissulega í fjölmennu landi á borð við Bandaríkin. Hann er harður þessi bransi netklámsins og ekki komast allir lifandi í gegnum hann. Vonandi verður hægt að koma í veg fyrir að hún hafi hlotið ill örlög.

Þessi saga er kannski ekki einstök en vekur okkur öll vonandi til meðvitundar um hvað netklámsheimurinn er harður og ógnvekjandi.

mbl.is Háskólastúdína lifði tvöföldu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ertu viss um að hann sé harðari en gatna, lífið sem við stöndum frammi fyrir?

Einn einstaklingur sem hverfur - hvað dó hún á netinu eða var kannsk framin glæpur utan netsins?  Rodeny King var skotinn í dag - var það netið. 

Var eki hringt í Geirfinn á sínum tíma, hann kvaddi konuna og þar með þennan heim.  Ansans sími, bara við hefðum ekki haft símann þá væri Geirfinnur á lífi.

kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 30.11.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jón: Þegar að ég skrifaði þessa grein hafði málið ekki farið á það stig sem um er að ræða. Það var partur af þessari rannsókn að afhjúpa fortíð þessarar stelpu og það var gert opinbert að öllu leyti. Það var auðvitað erfitt að fullyrða hvað hefði komið fyrir hana. Það virðist flest benda til þess nú að þetta tengist ekki klámbakgrunni hennar. Það breytir því ekki að þessi bissness getur verið stórhættulegur. Það hafa verið framin raðmorð í Bandaríkjunum þar sem bara vændiskonur eða klámstjörnur hafa verið drepnar svo að það var óvarlegt að útiloka að það tengdist þessu máli fyrir fram.

Sveinn: Við lifum í hættulegum heimi. Það eru margar hættur til staðar. Það er fólk að hverfa á hverjum degi í heiminum, fyrir því eru margar ástæður. Eins og þú veist hafa verið framin raðmorð með tengingum í klámbransann. Það eru margar sorgarsögur úr þeim bransa. En vonandi er það rétt að það hafi ekki verið það sem gerðist í þessu máli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.11.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband