Ofurhugi fellur frá

Evil Knievel Það verður ekki um það deilt að einn mesti ofurhugi 20. aldarinnar hafi verið Evil Knievel. Hugdirfska hans og sýniþörf fyrir að svífa í lausu lofti hefur verið rómuð alla tíð. Fáir hafa náð þeim hæðum sem hann náði í orðsins fyllstu merkingu. Evel Knievel bæði græddi og tapaði á þessari hugdirfsku. Stundum virkaði hann á fólk eins og kötturinn sem kom standandi niður.

En það kom fyrir að hann slasaðist mikið í atriðum sínum, eftirminnilegast var það væntanlega er hann kom niður á bakinu af áhættuatriði sínu af vélhjóli og var hann yfir þrjú ár að jafna sig, enda fór hann mjög illa. Fræg er sú saga að hann hafi brotið nærri hvert bein í líkamanum á ferlinum. Oftar en ekki voru atriði hans stórvel heppnuð. En hann fór mjög illa með heilsu sína í þessum bransa og væntanlega má rekja andlát hans á hinum tiltölulega besta aldri til þessarar hugdirfsku sinnar.

En minningin um Evel Knievel lifir. Hann var að mörgu leyti algjörlega einstakur. Verk hans og hugdirfska voru sönn í gegn. Knievel var mörgum fyrirmynd - fjöldi þeirra sem leika áhættuatriði með hans brag nefna hann sem þann er þeir vilji líkjast í sínum verkum. En enginn hefur náð hæðum hans og fimni - og gerir varla.




mbl.is Evel Knievel látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband