Athugasemdir

Ég vil benda á ábendingar mínar varðandi athugasemdir hér á síðunni. Skilmálar varðandi athugasemdir eru mjög skýrir og ættu ekki að fara framhjá neinum manni. Það eru nokkrar vikur síðan að ég setti lás á athugasemdir. Þær birtast nú ekki nema að ég samþykki þær. Tók það skref eftir persónuleg leiðindaskrif í kommentum og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Hún var tímabær.

Ég vil leyfa heiðarleg skoðanaskipti hér, en að sama skapi geta þeir sem vilja vera með persónulegt skítkast og almenn leiðindi verið á öðrum vettvangi en hér. Þeir sem geta ekki viðhaft málefnalegheit og almenna kurteisi í athugasemdum hér er vísað út í hafsauga með það sama. Hika ekki við að loka á þá sem brjóta þær fáu og sjálfsögðu reglur sem ég hef sett um athugasemdir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband